29.nóvember 2019 - 11:45

Svabbi með gosmyndirnar í Einarsstofu á laugardaginn

Svavar Steingrímsson, Svabbi Steingríms er einn þriggja sem sýnir myndir í Einarsstofu á laugardaginn sem er tólfta sýningin í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt.  Eru þetta myndir sem hann tók í gosinu 1973. Áhrifamiklar myndir en hluta þeirra sýndi hann í Svölukoti á goslokum í sumar.
„Þetta er myndir sem ég tók á hlaupum,“ segir Svabbi sem byrjaði snemma að taka myndir en það átti ekki fyrir honum að liggja að leggja fyrir sig ljósmyndun og kvikmyndagerð eins og Páll bróðir hans. „Það var til kassavél heima sem mamma og pabbi áttu og fengum við strákarnir að nota hana eins og við vildum. Það varð þó ekkert framhald af þessu hjá mér. Það var ekki fyrr en í fyrstu utanlandsferðinni að ég keypti myndavél, Olympus sem var mjög góð vél og seinna eignaðist ég Minoltavél sem reyndist vel í gosinu.“
 
Meira
29.nóvember 2019 - 11:34

Jói Listó sýnir á sér nýja hlið í Einarsstofu á laugardaginn.

Jóhann Jónsson, Jói Listó hefur ekki verið mikið að flagga ljósmyndum sínum þó hann hafi tekið myndir í áratugi. Hann er þekktur fyrir frábærar vatnslitamyndir, hefur myndskreytt leiðbeiningabækur fyrir sjómenn, teiknað frímerki og gert skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. Þetta sáum við á frábærri yfirlitssýningu á verkum hans í Einarsstofu fyrr á þessu ári en á laugardaginn kl. 13.00 mætir hann á tófltu sýninguna, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt með dágóðan skammt af ljósmyndum sem verður gaman að sjá.
 
Meira
28.nóvember 2019 - 10:20

Loksins – Loksins – Lokastef Safnahelgar á sunnudaginn

Um helgina má segja að sé lokadagur Safnahelgar sem hófst þann 9. nóvember sl. og átti að  ná yfir tvær helgar en stundum eru náttúruöflin að stríða okkur Eyjafólki. Ekki alltaf byr þegar von er á  gestum eða að við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum. 
Meira
27.nóvember 2019 - 14:18

Katarzyna, Svabbi Steingríms og Jói Listó í Einarsstofu

Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þau þrjú sem sýna að þessu sinni eru Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson. 

Meira
27.nóvember 2019 - 09:47

Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga.
Meira
26.nóvember 2019 - 11:13

Ljósin tendruð á jólatré

Föstudaginn 29. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. 
Meira
26.nóvember 2019 - 09:36

Tilkynning frá Íþróttamiðstöðinni

Í dag þriðjudaginn 26. Nóv verður gangurinn sem nú er gengið í gegnum til að komst í sundlaugina lokað.

Meira
23.nóvember 2019 - 08:00

Einstæðir tónleikar, söguleg messa og hnallþórur

Það er mikil eftirvænting hjá fólki vegna tónleikanna og sameiginlegu messunnar í Landakirkju kl. 15.00 á morgun, sunnudag. Er um einstakan viðburð að ræða, þegar kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum sameinast í messu. Ekki síður það, að á undan verða tónleikar með landsþekktu listafólki, Eyjamanninum og stórtenórnum Gissuri Páli og söngkonunni Heru Björk og gítarleikarnum Birni Thor. 

Meira
22.nóvember 2019 - 14:25

Bræðurnir Egill og Heiðar í 11. Ljósopinu

Þegar Stefán Jónasson, í 100 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar kom með þá uppástungu að fá ljósmyndara í bænum til að sýna myndir sínar á tjaldi í Einarsstofu óraði engan fyrir umfanginu. Reiknað var með kannski þremur eða fjórum laugardögum og kannski tíu ljósmyndurum. 

Meira
22.nóvember 2019 - 13:46

Landakirkja – Lokatónn á glæsilegri afmælishátíð

 „Við erum mjög ánægðir með að afmælisnefndin vilji ljúka formlegri afmælisdagskrá með þessum hætti og það gleður okkur að kirkjan taki þátt í afmælisfögnuðinum,“ sagði Viðar Stefánsson, prestur Landakirkju um sameiginlega messu kristinna safnaða og tónleika með landsþekktu listafólki í Landakirkju kl. 13.00 á sunnudaginn.

Meira
Eldri
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159