26.september 2019 - 17:50

Bæjarstjórnarfundur í beinni

1551. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu í Safnahúsi í kvöld og hefst hann kl. 18:00. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu og má sjá útsendinguna neðst í þessari frétt.
 
Meira
24.september 2019 - 18:15

Fundarboð Bæjarstjórn - 1551

 

 

  

FUNDARBOÐ

 

1551. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

26. september 2019 og hefst hann kl. 18:00

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201906110 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 44.gr samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar

 

 

     


Fundargerðir til staðfestingar

2.

201908005F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 311

 

Liður 3, Heimaklettur,raforkustöð liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 10, Umhverfisviðurkenningar 2019 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 11, Umhverfis Suðurland liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2, 4-9 og 12 liggja fyrir til staðfestingar.

     

3.

201909001F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3107

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

     

4.

201908009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 238

 

Liður 1, Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-8 liggja fyrir til staðfestingar.

     

5.

201909002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 233

 

Liður 3, Fjölmenningarfulltrúi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 7, Hreystivöllur liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 og 4-6 liggja fyrir til staðfestingar.

     

6.

201909005F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3108

 

Liður 1, Fasteignagjöld liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 2, Fjárhagsáætlun 2020 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Náttúrugripir í Sæheimum liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 6, Atvinnumál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 8, Umræða um samgöngumál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 10, Eignaskiptayfirlýsing vegna búningsaðstöðu í áhorfendastúku við Hásteinsvöll liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 4-5, 7, 9 og 11-13 liggja fyrir til staðfestingar.

 

 

     

7.

201909006F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 239

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

     

8.

201909004F - Fræðsluráð - 321

 

Liður 2, Skólalóðir liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3-8 liggja fyrir til staðfestingar.

     

9.

201909008F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 234

 

Liður 4, Frístundastyrkur liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.

     

 

 

Almenn erindi

 

10.

201909117 - Almenn umræða um atvinnustefnu Vestmannaeyja

     

11.

201909118 - Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar

 

12. 201808173 – Dagskrá bæjarstjórnafunda

 

 

 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

 

Meira
20.september 2019 - 15:54

Viljayfirlýsing mili Vestmannaeyjabæjar og Fiskeldis Vestmannaeyja

Íris Róbersdóttir bæjarstjóri og Hallgrímur Steinsson, f.h. Fiskeldis Vestmannaeyja, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu milli Vestmannabæjar og fyrirtækisins um samvinnu, velvilja og áhuga á að setja á fót fiskeldisstöð á landi í Vestmannaeyjum. Þáttur Vestmannaeyjabæjar er fyrst og fremst bundinn við ráðgjöf og breytingar á deiliskipulagi, hugsanlega nýtingu varma frá fyrirhugaðri sorporkustöð og innviðauppbygingu í tengslum við framkvæmdina. Þáttur Fiskeldis Vestmannaeyja er bundinn við áætlanir varðandi staðsetningu, stærð, umhverfisáhrif, umfang viðskipta, fjölda starfa, fá fjárfesta og aðra samstarfsaaðila. Sérstökum sjónum er beint að umhverfis- og orkumálum.

Bæjaryfirvöld fagna þessu frumkvæði Fiskeldis Vestmannaeyja. Það er ánægjulegt að fyrirtæki komi auga á sóknarfæri í Vestmannaeyjum og stuðli þannig að aukinni fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa, en jafnframt að verndun og viðringu við umhverfið.

Meira
20.september 2019 - 11:35

Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunargerðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2020?” Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna styrki til fjölda sýninga, menningartengd bókaútgáfa, kaupa á köldum potti sem staðsettur verður á sundlaugarsvæðinu, leiktæki á opnum svæðum og göngustíga. 

Meira
19.september 2019 - 07:27

Alheims hreinsunardagurinn 21 september

Alheims hreinsunardagurinn (e. world cleanup day) er sameiginlegt átak þar sem íbúar heimsins hreinsa rusl um allan heim og eru sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir auka einstaklinga hvattir til þess að taka þátt í að hreinsa sitt nánasta umhverfi.
 
Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að 21. september verði svæðið við Torfmýri hreinsað. Mæting er við golfskála GV klukkan 11.00. Að lokinni hreinsun verður grillað við þjónustuhúsið í Herjólfsdal.
 
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Vestmannaeyjabæjar
 
 
 
Meira
18.september 2019 - 13:48

Framhaldskólinn í Vestmannaeyjum 40 ára

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (FÍV) fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. 
Meira
13.september 2019 - 09:17

Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi – Bjartsýn á skólastarf í framtíðinni

Erum alltaf að leita leiða til að efla skólastarfið sem er mikilvægt

Meira
13.september 2019 - 09:15

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt:

 Óskar Pétur í Einarsstofu kl. 13.00 á laugardaginn

Meira
11.september 2019 - 09:48

Óskar Pétur fyrstur í röð ljósmyndara í Einarsstofu:

Tók sínar fyrstu myndir á Kodac Instamatic á fermingardaginn

Meira
10.september 2019 - 11:23

Óskað er eftir konu til starfa í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Starfshlutfall er 90%.

Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf þriðjudaginn 1 okt

Meira
Eldri
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159