27.mars 2017 - 15:58

Drög að nýju deiliskipulagi austurbæjar við miðbæ

Umhverfis-og skipulagsráð kynnir drög að deiliskipulagi fyrir norðurhluta íbúðarsvæðis ÍB-3 sem er hluti í íbúasvæði Austurbæjar. Ákveðið var að fara í deiliskipulagningu svæðisins til að festa í sessi byggðamynstur eldri byggðar og skapa grundvöll fyrir mögulega uppbyggingu á óbyggðum lóðum í samræmi við eldri byggð. Svæðið er að mestu þegar byggt, á því eru 48 lóðir og er svæðið ódeiliskipulagt. Skipulagstillagan er unnin á vegum Vestmannaeyjabæjar en skipulagshönnun er í höndum Alta ehf.
 
Kynning og samráð
Hagsmunaaðilum er boðið upp á kynningu á fyrirliggjandi gögnum. Kynning fer fram hjá umhverfis-og framkvæmdasviði Skildingavegi 5. dagana 3/4 til 6/4 2017 á viðtalstíma skipulagsfulltrúa (10:00-12:00), eða skv. samkomulagi. Athugasemdir og eða ábendingar skulu hafa borist undirrituðum fyrir kl. 15.00 föstudaginn 28.4.2017. á póstf. bygg@vestmannaeyjar.is eða bréflega.
 
 
Uppdráttur - pdf skrá
Greinargerð - pdf skrá
 
Nánari upplýsingar gefur Skipulags- og byggingarfulltrúi á skrifstofu sinni að Skildingavegi 5.
Meira
23.mars 2017 - 12:08

Starfsmenn óskast í sumarafleysingar við Sambýlið í Vestmannaeyjum

Lausar eru til umsóknar tvær stöður við umönnunarstörf við Sambýlið í Vestmannaeyjum, frá og með 15. maí – 27. ágúst. Um hlutastörf er að ræða. 

Meira
23.mars 2017 - 08:37

Leikskólastjóri

Laus til umsóknar staða leikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði
Meira
23.mars 2017 - 08:35

Aðstoðarleikskólastjóri

Laus til umsóknar staða aðstoðarleikskólastjóra við Víkina 
Meira
17.mars 2017 - 20:53

Stóra upplestrarkeppnin 2017

Nemendur í  7. bekkjum GRV  hafa, í vetur, æft upplestur undir stjórn kennara sinna,  Bryndísar Bogadóttur, Ólafíu Óskar Sigurðardóttur, Jónatans G. Jónssonar og Svanhvítar  Friðþjófsdóttur.  Tólf  nemendur  lásu  upp  á lokahátíð GRV  föstudaginn 17. mars. 

Meira
15.mars 2017 - 14:34

Starfslaun bæjarlistamanns 2017

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamanns Vestmannaeyja fyrir árið 2017.​

 

Meira
15.mars 2017 - 14:19

Atvinna - Íþróttamiðstöð

Óskað er eftir kvenmanni í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.
Um er að ræða 51,88% starfshlutfall til 31. ágúst n.k. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf þann 1. apríl nk.
Meira
15.mars 2017 - 10:20

Atvinna í boði

Vestmannaeyjabær auglýsir lausar stöður rekstrarstjóra Þjónustumiðstöðvar og  verkefnastjóra Umhverfis- og framkvæmdaviðs
Meira
9.mars 2017 - 10:58

Leiguíbúðir fyrir eldri borgara

Lausar eru til umsóknar tvær leiguíbúðir fyrir eldri borgara. Íbúðirnar eru í Kleifarhrauni, 71,3 fm og í Eyjahrauni 63,4 fm.
 
Meira
8.mars 2017 - 10:21

Viltu vinna úti í góða veðrinu í sumar?

Vestmannaeyjabær leitar að duglegu og framtakssömu ungu fólki í ýmis sumarstörf og nú er búið að opna fyrir umsóknir!
 
Meira
Eldri
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159