21.febrúar 2020 - 22:05

Vestmannaeyjabær eignast Herjólfsbæ

Á aðalfundi Herjólfsbæjarfélagsins í gær var samþykkt að færa Vestmannaeyjabæ fasteign félagsins, Herjólfsbæ í Herjólfsdal að gjöf. Þarna var verið að fylgja eftir ákvörðun félagsins frá  2017 og samþykkt bæjarráðs sama ár. Á fundi sínum í janúar ákvað bæjarráð að ganga frá málinu. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra var falið að ganga frá málinu og skrifuðu hún og Árni Johnsen, formaður Herjólfsbæjarfélagsins undir afsal um afhendingu Herjólfsbæjar.
Fram kom í afgreiðslu bæjarráðs í janúar sl. að ráðið þakki Herjólfsbæjarfélaginu fyrir glæsilega gjöf og fól ráðið bæjarstjóra að ganga frá málinu. Það var svo gert í gær þegar Íris bæjarstjóri og Árni fyrir hönd Herjólfsbæjarfélagsins undirituðu afsal fasteignarinnar. Í framhaldinu var samþykkt tillaga um að slíta Herjólfsbæjarfélaginu.
 
Í októbermánuði 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar í Herjólfsdal. Við smíðina var notast við áreiðanlegustu heimildir og reynt að gera hann sem líkastan upprunalega bænum. Húsið var byggt sem langhús og gripahús. Lista- og menningarfélagið Herjólfsbæjarfélagið hafði frumkvæði að smíðinni. Bygging Herjólfsbæjar var myndarlegt framtak og hefur bærinn frá upphafi sett svip á Dalinn og er orðinn eitt af einkennum hans.
 
Meira
20.febrúar 2020 - 17:00

Pólsk hátíð í Safnaðarheimilinu á laugardaginn

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Klaudiu Beata Wróbel sem ráðin var fjölmenningarfulltrúi Vestmannaeyja í mars á síðasta ári. Hún lætur ekki deigan síga og framundan er Pólskur dagur í Safnaðarheimilinu í samvinnu við Vestmannaeyjabæ og Pólska sendiráðið á Íslandi. 
 
„Klaudia segir útlendinga í Vestmannaeyjum vera um 11 prósent bæjarbúa, um 490 og eru Pólverjar fjölmennastir, um 220. „Við stefnum á pólskan dag á laugardaginn, 22. febrúar sem verður í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum. Pólski sendiherrann kemur með tónlistarfólk. Pólskur matur verður í boði, allt heimatilbúið og allur matur ókeypis. Það verða líka sölubásar þar sem hægt verður að kaupa pólskar vörur. Fyrirtæki hér hafa sýnt mikinn áhuga og er ég mjög þakklát fyrir það,“ segir Klaudia.
 
Öllum boðið
Hún segir þetta í fyrsta skipti sem Pólskur dagur er haldinn í Vestmannaeyjum og hefur Klaudia aflað sér upplýsinga um þjóðmenningarhátíðir í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við vildum hafa þetta fjölmenningarhátíð með þátttöku allra útlendinga sem búa hér. Póverjar eru fjölmennastir og því var ákveðið að byrja með pólskri hátíð. En við leggjum áherslu á að öllum er boðið, sama hver upprunninn er og við undanskiljum ekki innfædda.“
Klaudia segir ekki tilviljun að 22. febrúar varð fyrir valinu. „Daginn áður, 21. febrúar er dagur móðurmálsins og því gott tilefni til hátíðarhalda.“
 
Meira
18.febrúar 2020 - 14:43

Leiksýningin Hans klaufi

 Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur frá Leikhópnum Lottu verður sýndur í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17:30.
Meira
18.febrúar 2020 - 13:03

Pólski dagurinn

 Vestmannaeyjabær í samstarfi við Pólska sendiráðið í Reykjavík ætla að halda "Pólskan dag" í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum.
Meira
18.febrúar 2020 - 09:37

Félagsleg liðveisla hlutastörf – sveigjanlegur vinnutími

Félagsleg liðveisla felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, s.s. stuðning til að stunda íþróttir/líkamsrækt, fara á menningartengda viðburði og annað félagsstarf.  

Meira
17.febrúar 2020 - 08:50

Stöðuleyfi 2020

Frá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar
 
Stöðuleyfi 2020
Sölubásar og söluvagnar
Í samræmi við samþykkt Vestmannaeyjabæjar um Götu- og torgsölu auglýsir Umhverfis- og framkvæmdasvið eftir umsóknum fyrir árið 2020.
 
 
Meira
10.febrúar 2020 - 12:58

Styrkur Vestmannaeyjabæjar til starfsmanna vegna líkamsræktar hækkar.

Frá og með 1. janúar 2020 hækkar styrkur sem starfsmönnum Vestmannaeyjabær býðst til líkamsræktar í 15.000 kr. á ári.

 
Meira
5.febrúar 2020 - 17:27

Dagur leikskólans

Þann 6. febrúar 1950 voru fyrstu hagsmunasamtök leikskólakennara stofnuð og markar dagurinn í dag því 70 ára afmæli stéttarinnar. 
Meira
5.febrúar 2020 - 17:27

Bein útsending frá Íbúafundi

Nú er að hefjast bein útsending frá Íbúafundi um niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup
Meira
5.febrúar 2020 - 11:57

Skýrsla um loðnubrest 2019

Út er komin skýrsla um stöðu, áhrif og afleiðingar loðnubrests 2019 fyrir Vestmannaeyjar. Skýrslan er unnin að beiðni bæjarstjórnar af Hrafni Sævaldssyni sérfræðingi hjá Þekkingarstetri Vestmannaeyja. 
Meira
Eldri
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159