18.03.2004

Stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja Fundur

 
Stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja

Fundur nr. 1

Árið 2004, fimmtudaginn 18. mars kl. 17:00 haldinn fundur hjá stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja. 

Mætt voru: Eygló Harðardóttir, Elliði Vignisson, Bergur Elías Ágústsson
Starfsmaður: Frosti Gíslason sem ritaði fundargerð

1. mál
Samþykktir Nýsköpunarstofu og stefnumál
Stjórn Nýsköpunarstofu fór yfir samþykktir félagsins og stefnu þess.

2. mál
Starfsmannamál
Sigurjón Haraldsson, nýráðinn forstöðumaður Nýsköpunarstofu kemur til starfa um næstu mánaðarmót.  Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi kemur til starfa í maí n.k.  Á næsta fundi verða lagðar fram starfslýsingar og ráðningarsamningar við viðkomandi aðila.

3.mál
Húsnæðismál
Rætt um möguleika á húsnæði.
Ákvörðun tekin á næsta fundi.

4. mál
Opnun Nýsköpunarstofu
Stefnt er að formlegri opnun Nýsköpunarstofu um miðjan maí.
Stjórn félagsins leggur til að Nýsköpunarstofa komi af stað hvatningarverðlaunum til einstaklinga eða fyrirtækja sem hafa sýnt fram á þor og dugnað í eflingu atvinnulífs í Vestmannaeyjum við þetta tækifæri.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

Fundargerð samþykkt:

Sign:

  • Elliði Vignisson
  • Eygló Harðardóttir
  • Bergur Elías Ágústsson
  • Frosti Gíslason
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159