28.04.2004

Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja Fundur haldinn

 

Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja

  Fundur haldinn hjá Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja,  miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 17.00.

Mætt voru: Andrés Sigmundsson, Selma Ragnarsdóttir, Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri og Sigurjón Haraldsson forstöðumaður Nýsköpunarstofu.

1. mál.   Skráning Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.

2. mál.   Verkefni um mat á möguleikum opinberra verkefna eða þjónustu í Vestmannaeyjum.
Sigurjón Haraldsson lagði til að fenginn yrði námsmaður sem ynni að því að kanna möguleika Vestmanneyja á að fá til sín opinbera þjónustu. Verkefnið gæti verið annarverkefni fyrir hóp námsmanna eða lokaritgerð.
Stjórn Nýsköpunarstofu felur forstöðumanni frekari framgang málsins.

3. mál.   Staða núverandi og mögulegra verkefna og fjárstyrkja
Hvatningaverðlaun hafa þegar verið auglýst og nú hafa 4 tillögur litið dagsins ljós, ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest um eina viku.

Önnur verkefni sem unnið er að og hefur verið sótt um styrki til að sinna eru.

  • Íþrótta og viðburðastjórnun
  • Heilsutengd ferðaþjónusta
  • Gróðurátak – norrænt samstarf
  • Frumkvöðlafræðslan - samstarfsverkefni
  • Óhefðbundið starfsnám
  • Þekkingarsamfélagið Vestmannaeyjar

4. mál.   Ráðningasamningur við Sigurjón Haraldsson lagður fram.
Stjórn Nýsköpunarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög að ráðningasamningi við Sigurjón Haraldsson.

5. mál.   Formleg opnun Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.
Stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja leggur til að stofan verði formlega opnuð föstudaginn 21 maí. Forstöðumanni og formanni falin undirbúnings opnunarinnar.

6. mál.   Stuðningshópur fyrir Nýsköpunarstofu
Málið rætt og ákveðið að koma með tillögur á næsta fundi.

7. mál.   Húsnæðismál Nýsköpunarstofu
Auglýst hefur verið eftir heppilegu húsnæði, stjórnin tekur afstöðu á næsta fundi.

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL..17:55

Andrés Sigmundsson
Selma Ragnarsdóttir
Bergur Elías Ágústsson
Sigurjón Haraldsson.

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159