12.05.2004

Nýsköpunarstofa VestmannaeyjaFundur haldinn hjá

 

Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja

Fundur haldinn hjá Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja,  miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 13.00.

Mætt voru: Elliði Vignisson, Eygló Harðardóttir, Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri, Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis og framkvæmdasviðs og Sigurjón Haraldsson forstöðumaður Nýsköpunarstofu.

1. mál.   Húsnæðismál Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja

Þrjú tilboð bárust stjórn félagsins, stjórnin samþykkir að ganga til samninga við Tölvun ehf.

2. mál.   Opnun Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja

Stjórn ákveður að fresta formlegri opnun starfseminnar til 11. júni n.k. Drög að dagskrá liggja fyrir.

3. mál.   Hvatningarverðlaun

Stjórninni hafa borist 7 tilnefningar. Stjórnin er sammála um hverjum skal veitt hvatningarverðlaun fyrir árið 2004 og verður tilnefningin kynnt 11. júní n.k. Stjórnin þakkar fyrir þær tillögur sem hafa borist.

4. mál.   Merki Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja

Stjórninni hafa borist 11 tillögur í hugmyndasamkeppni að merki fyrir Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja. Stjórnin sammælist um útfærslu og verður hún tilkynnt við opnun Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja þann 11. júni n.k. Stjórnin þakkar fyrir þær tillögur sem hafa borist.

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL. 14:19

Elliði Vignisson
Eygló Harðardóttir
Bergur Elías Ágústsson
Sigurjón Haraldsson
Frosti Gíslason

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159