09.07.2004

Nýsköpunarstofa VestmannaeyjaÁr 2004, föstudaginn

 

Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja

 

Ár 2004, föstudaginn 9. júlí kl. 17.00 var stjórnarfundur haldinn í Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

 

Mættir voru: Viktor S. Pálsson, sem jafnframt ritaði fundargerð og Eygló Harðardóttir. Sömuleiðis sátu fundinn starfsmennirnir Sigurjón Haraldsson og Kristín Jóhannsdóttir.

 

Fyrir var tekið:

 

1. mál.

Rætt var um umsókn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja hjá Byggðastofnun vegna styrks til grunngerðar stofunnar.

 

2. mál.

Stefnumótun og framtíðarskipulag Nýsköpunarstofu.

 

Stjórnin samþykkir að fela forstöðumanni að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í skýrslu  um stefnumótun varðandi Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.

 

3. mál.

Stefnumótun og framtíðarskipulag Upplýsingarmiðstöðvar.

 

Stjórnin samþykkir að fela forstöðumanni og markaðsfulltrúa að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í skýrslu  um stefnumótun varðandi Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.

 

4. mál.

Gjaldskrá Nýsköpunarstofu.

 

Með vísan til 2. máls hér að ofan samþykkir stjórnin að fela forstöðumanni að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í skýrslu í  um stefnumótun varðandi Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.

 

5. mál.

Staða núverandi verkefna.

 

 

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.15.

 

Viktor S. Pálsson (sign.)

Eygló Harðardóttir (sign.)

Sigurjón Haraldsson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159