18.12.2004

Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja Fundur haldinn hjá

 

Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja

 

Fundur haldinn hjá Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja,  laugardaginn 18. desember 2004 kl. 13.00.

  

Mætt voru: Páll Marvin Jónsson, Eygló Harðardóttir, Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri, Kristin Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi Nýsköpunarstofu og Sigurjón Haraldsson forstöðumaður Nýsköpunarstofu.

 

1. mál.  Staða mála hjá Byggðastofnun vegna umsóknar Nýsköpunarstofu.

 

Borist hefur bréf frá Byggðastofnun dagsett 10 desember 2004. Þar kemur fram að umsókn Nýsköpunarstofu vegna viðburðastjórnunnar hefur verið meðhöndluð af stjórn stofnunarinnar. Stjórnin samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 3.000.000,-

 

Stjórn Byggðastofnunnar hefur ekki tekið afstöðu til þriggja annarra verkefna sem sótt var um.

ü      Markaðsrannsóknir og kynning á heilsu og menningartengdri ferðaþjónustu.

ü      Greining á nýtingu þekktra og óþekktra auðlinda.

ü      Fullvinnsla sjávarfangs / fiskeldi í Vestmannaeyjum.

 

Stjórn Nýsköpunarstofu þakkar Byggðastofnun fyrir veittan styrk vegna viðburðastjórnunarnáms í Vestmannaeyjum og vonar jafnframt að jákvæð svör berist frá Byggðastofnun vegna annarra verkefna.

  

2. mál.  Staða og framtíð viðburðastjórnunarnáms

           

            Námið hefur verið kynnt á suðurlandi og Reykjavík. Móttökur hafa almennt verið góðar og nokkuð ljóst er að áhugi á náminu er umtalsverður. Vegna sameiningar Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur liggur það fyrir að ekki verður hægt að hefja háskólahluta námsins fyrr en næsta haust þegar sameining háskólanna, sem námið er unnið í sameinigu við, er frágenginn.

 

            Stjórnin telur mikilvægt að fljótlega verði hugað að því að ráða verkefnastjóra fyrir námið sem fjármagnað verður með styrk frá Byggðastofnun.

 

3. mál.  Staða markaðsmála

 

Unnið hefur verð markvisst að því að kynna Vestmanneyjar fyrir erlendum ferðamönnum í samvinnu við ferðaskrifstofur, markmiðið er að fjölga ferðamönnum á næsta sumri. Samgöngur skipta hér lykil máli og þá sérstaklega flug með hópa milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Sem stendur er ekki kominn sumaráætlun fyrir flugsamgöngur á þessari leið, en samkvæmt þeim upplýsingum er komu fram á fundinum lítur sumaráætlunin dagsins ljós á næstu dögum.

 

Stefnt er að því að sækja um styrk til Ferðamálaráðs til eflingar ferða og umhverfismálum í Vestmannaeyjum. Ein af hugmyndunum er að tengja umsóknina fugla og náttúrulífi Eyjanna.

  

4. mál.  Hugmyndasamkeppni

 

            Starfsmönnum Nýsköpunarstofu er falið að kanna möguleika á því að haldinn verði samkeppni um viðskiptatækifæri í Vestmannaeyjum. Stefnt er að því að samkeppnin sé sniðin að fólki sem hefur áhuga á að fara út í eigin atvinnurekstur.

  

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL. 14:55

 

Páll Marvin Jónsson

Eygló Harðardóttir

Bergur Elías Ágústsson

Sigurjón Haraldsson

Kristín Jóhannsdóttir

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159