31.01.2005

Stjórnarfundur - Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja Ár

 

Stjórnarfundur - Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja

 

Ár 2005, mánudaginn 31. janúar kl. 14.00 var stjórnarfundur haldinn í Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

 

Mættir voru: Bergur Elías Ágústsson, sem jafnframt ritaði fundargerð, Páll Marvin Jónsson. Eygló Harðardóttir boðaði forföll og það sama gerði varamaður hennar Guðrún Erlingsdóttir.

 

Sömuleiðis sátu fundinn starfsmennirnir Sigurjón Haraldsson og Kristín Jóhannsdóttir.

 

Fyrir var tekið:

  

1. mál.

Ráðning verkefnastjóra og staða viðburðastjórnunarnáms, sem er tímabundin ráðning fram að áramótum.

 

Um stöðuna sóttu 3 eintaklingar sem allir voru taldir mjög hæfir umsækjendur, en Sigurjón Haraldsson, Bergþóra Þórhallsdóttir og Helgi Baldursson áttu viðtöl við alla umsækjendur. Verkefnishópurinn mælir með því að gengið verði til samninga við Jón Ólaf Valdimarsson sem er að ljúka M,A. námi í mannauðsstjórnun í Viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands.

 

Stjórn Nýsköpunarstofu samþykkir að gegnið verði til samninga við Jón Ólaf Valdimarsson og felur forstöðumanni framgang málsins samkvæmt umræðum á fundinum.

 

2. mál.

Helstu verkefni á næstu mánuðum

ü      Í næstu viku verður fundur í Menntamálaráðuneytinu, þar sem farið verður í gegnum samning við ráðuneytið um greiðslu fyrir nemendaígildi í viðburðarstjórnunarnáminu. Vonast er til að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna.

ü      Deildarstjóri Viðskiptaháskólans í Reykjavík, Þorlákur Karlsson mun kona til Eyja til að fara í gegnum væntanlegt samstarf við Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.

ü      Tillögur varðandi tilhögun tjaldstæðis í Vestmannaeyjum munu liggja fyrir á næsta fundi. En verkefnið hefur verið unnið í samvinnu við Umhverfis og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar.

ü      Unnið hefur verið að umsóknum fyrir styrki í áttaki til atvinnusköpunar þ.e. markaðsrannsókn á humri, tvö verkefni í samstarfi við Tölvun og eitt í samstarfi við Arnór bakara.

ü      Unnið hefur verið að tveimur verkefnum í samvinnu við fyrirtæki hér í bæ.

ü      Pompeii - Norðursin hefur fengið styrk að upphæð 5.000.000.- krónur. Markaðsfulltrúi hefur unnið að undirbúningi málsins í samvinnu við Umhverfis og framkvæmdasvið Vestmannaeyjar. Stefnt er að því að verkefnið hefjist með formlegum hætti í maí.

 

Stjórn Nýsköpunarstofu samþykkir að Kristín Jóhannsdóttir verði verkefnisstjóri Pompeii - Norðursins.

  

3. mál.

Ferða, auglýsinga og kynningarmál

 

Unnið hefur verið að kynningum á þeim möguleikum sem hér eru til staðar gagnvart ferðaskrifstofum hérlendis sem og erlendis. Viðbrögð hafa verið nokkuð góð og er vonast til að þessi vinna skili árangri næsta sumar og leiði til fjölgun ferðamanna.

 

Rætt var um flugsamgöngur og áætlun næsta sumars.

 

Söluskrifstofa Icelandair í Bandaríkjunum fyrirhugar að halda markaðsfund með sínu helst sölufólki í Vestmannaeyja 23-25 mars nk. Þar gefst kjörið tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila að kynna starfsemi og þá þjónustu sem er í boði.

 

4. mál.

Lagt var fyrir fundinn breyting á starfshlutfalli Markaðsfulltrúa sem mun sinna menningarmálum í 25% stöðuhlutfalli fyrir Vestmannaeyjabæ.

 

Stjórn nýsköpunarstofu samþykkir þessa breytingu.

 

 Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 15.25.

 

 Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Sigurjón Haraldsson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159