03.06.2005

Stjórn Nýsköpunarstofu -

 

Ár 2005, föstudaginn 3. júní kl. 17.00 var stjórnarfundur haldinn í Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Bergur Elías Ágústsson, sem jafnframt ritaði fundargerð, Páll Marvin Jónsson og Eygló Harðardóttir.

Sömuleiðis sátu fundinn starfsmennirnir Sigurjón Haraldsson og Kristín Jóhannsdóttir.

Fyrir var tekið:

1. mál. Staða viðburðastjórnunarnáms.

Menntamálaráðuneytið hafnaði styrkumsókn Nýsköpunarstofu um nemendaígildi vegna viðburðarstjórnunarnáms.

Forstöðumaður kynnti leið til að bregðast við þessu þ.e.a.s. að námið verði stundað í gegnum fjarnám, með fjórum verklegum námshelgum sem haldnar verða í Vestmannaeyjum. Til að verkefnið gangi upp fjárhagslega, þurfa að lágmarki 20 nemendur að skrá sig í námið. Hver endanlegur nemendafjöldi verður mun liggja fyrir um miðjan ágúst nk. Unnið er að framvindu málsins með ÍSÍ.

2. mál. Staða Pompei verkefnisins.

Kristín Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi og verkefnisstjóri verkefnisins greindi frá því að undirbúningur verkefnisins hafi gengið vel. Staða mála er þannig að nú er aðeins beðið eftir staðfestingu frá Skipulagsstofnun er varðar deiliskipulag svæðisins. Vænta má staðfestingar frá Skipulagsstofnun innan 10 daga. Þá verður byrjað að grafa og stefnt er á að fyrstu húsin komi í ljós á goslokahátíðinni 2. til 3. júlí n.k.

Gerð hefur verið kostnaðaráætlun fyrir verkið í heild sinni. Áætlaður verktími er 6 ár og skiptist í 3 hluta. Áætlaður heildakostnaður við verkið er 165 milljónir króna. Unnið er að gerð kynningarefnis fyrir verkefnið og styrktarumsóknum.

3 mál. Rekstur Nýsköpunarstofu 4 mánaða uppgjör.

Óskað var eftir útskýringum á nokkrum rekstarliðum sem teknir verða fyrir á næsta stjórnarfundi.

4. mál. Samantekt á verkefnum framundan.

ü Arnór bakari

ü Efnishörpun

ü Flutningur á opinberri þjónustu til Vestmannaeyja

ü Vaxtasamningur

ü Gæðalíkan fyrir ferðaþjónustu

ü Gagnagrunnur fyrir fjármálaþjónustu

ü Hressó - viðskiptaáætlun

ü Rekstrarlíkan fyrir ferðaþjónustu í samvinnu við IMPRU

ü Talning ferðamanna

ü Kynningarbæklingur um Vestmannaeyjahöfn.

ü Kynning á Vestmannaeyjum fyrir ferðaskrifstofufólk, í samvinnu við Landsflug og Viking Tours

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.58.

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Eygló Harðardóttir (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Sigurjón Haraldsson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159