28.07.2005

Stjórn Nýsköpunarstofu -

 

Ár 2005, fimmtudaginn 28. júlí kl. 14.00 var stjórnarfundur haldinn í Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Bergur Elías Ágústsson, sem jafnframt ritaði fundargerð, Eygló Harðardóttir, Páll Marvin Jónsson boðaði forföll.

Sömuleiðis sátu fundinn starfsmennirnir Sigurjón Haraldsson og Kristín Jóhannsdóttir.

Fyrir var tekið:

1. mál. Staða Pompeii verkefnisins

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, kom í heimsókn fimmtudaginn 21. júlí. Markmið heimsóknarinnar var að kanna mögulega aðkomu Vinnumálastofnunar að verkefninu Pompeii Norðursins. Ljóst er að mikill áhugi er að hálfu Vinnumálastofnunar að koma að verkefninu. Á næstu tveimur vikum verða gerð drög að samstarfssamningi sem lagður verður fyrir stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.

Kristín Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi mun skila greinargerð um verkefnið þ.e. framkvæmd og stöðu þess til dagsins í dag. Greinargerðinni verður skilað í lok ágúst.

2. mál. Trúnaðarmál.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 14.55.

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Eygló Harðardóttir (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Sigurjón Haraldsson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159