20.03.2007

179. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

179. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 20. mars 2007 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Hjörtur Kristjánsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Valgerður Guðjónsdóttir, Hafdís Snorradóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir og Bryndís Guðjónsdóttir,

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir,

Næstu fundir skólamálaráðs eru áætlaðir þann 17. apríl og 8.maí 2007

Dagskrá:

1. 200702196 - Stýrihópur vegna aldursskiptingar Grunnskóla Vestmannaeyja
Ósk frá stýrihópnum um að skólamálaráð staðfesti tillögur um skiptingu 1. - 5. bekkjar í Hamarsskóla annars vegar og 6. - 10 bekkjar í Barnaskólann hins vegar ásamt fyrirvörum sem tilgreindir eru í 3. fundargerð stýrihópsins. Meðfylgjandi 3. fundargerð stýrihópsins frá 8. mars 2007.


Skólamálaráð samþykkir tillögu stýrihópsins
um aldursskiptinguna þ.e. 1-5 bekkir staðsettir í Hamarsskólanum og 6-10. bekkir í Barnaskólanum.

2. 200703180 - Lækkun á útseldum matvælum á vegum Vestmannaeyjabæjar
Erindi frá Eygló Harðardóttur þar sem óskað er eftir svörum um hvenær verð á skólamáltíðum o.s.frv. verði lækkað í samræmi við lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Meðfylgjandi afrit af erindinu.


Forsendur þess að Vestmannaeyjabær getur lækkað verð á útseldum matvælum án þess að auka niðurgreiðslur er að verð á aðkeyptum matvælum og hráefni lækki. Það hefur ekki gerst nema að óverulegu leyti. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars hækkun á flutningsgjöldum.
Það skal tekið fram að matur til leik- og grunnskólabarna er niðurgreiddur af bænum, auk þess sem ýmis kostnaður við utanumhald er ekki inni í matarverði. Skólamálaráð beinir til starfsmanna fjölskyldu- og fræðslusviðs að halda áfram að fylgjast með þróun lækkunnar matvælaverðs og leita allra leiða til að stuðla að lækkun matarkostnaðar leik- og grunnskólabarna.


3. 200702204 - Nýr leikskóli Sóli
Umræður um hvernig til hefur tekist með flutning á nýjan leikskóla.


Helena Jónsdóttir gerði grein fyrir hvernig tekist hefur til með sameiningu starfsemi Rauðagerðis og Sóla í nýjann leikskóla. Flutningurinn tókst með miklum ágætum og eru allir ánægðir.
Skólamálaráð þakkar foreldrum og starfsmönnum bæjarins fyrir aðstoð við flutninginn.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Páll Marvin Jónsson (sign)

Hjörtur Kristjánsson (sign)

Jóhanna K. Reynisdóttir (sign)

Elsa Valgeirsdóttir (sign)

Díanna Þ. Einarsdóttir (sign)Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159