20.04.2007

180. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

180. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

föstudaginn 20. apríl 2007 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Hjörtur Kristjánsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Valur Bogason, Björgvin Eyjólfsson, Valgerður Guðjónsdóttir, Hafdís Snorradóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Súsanna Georgsdóttir og Bryndís Guðjónsdóttir.

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir.

Fanney Ásgeirsdóttir vék af fundi eftir 3.mál.

Dagskrá:

1. 200702015 - Skýrsla stýrihóps vegna aldursskiptingar.
Kynning á áfangaskýrslu vegna aldursskiptingar GV.


Skólamálaráð þakkar stýrihópnum og þeim fjölmörgu aðilum sem bent hafa á mismunandi lausnir og komið með athugasemdir er varða aldursskiptinguna. Ljóst er að enn er mikil vinna eftir og æskilegt að klára hana sem fyrst.

2. 200704102 - Gönguleiðir og aðgengi við skólahúsnæði.
Tillaga frá formanni skólamálaráðs um að Umhverfis- og skipulagsráð kanni leiðir til að tryggja gönguleiðir yngri barna á leið sinni úr og í skóla og geri athugun á því hvernig hægt sé að bæta aðgengi ökutækja að Hamarsskólanum, t.d. með gerð nýrrar aksturleiðar og snúningsaðstöðu við Bjarnaborgina.


Skólamálaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs framkvæmd málsins.

3. 200703065 - Gæsluvöllurinn Strönd 2007.
Tillaga fjölskyldu- og fræðslusviðs um rekstur gæsluvallarins Strandar sumarið 2007.


Tillaga fjölskyldu- og fræðslusviðs er eftirfarandi: Boðið verður upp á gæslu eftir hádegi. Opnunartími verði frá kl 13:00-16:30. Opnunardagur verði mánudaginn 18. júní og síðasti dagur opnunar verði 17. ágúst 2007.
Einn fastur starfsmaður verði ráðinn, forstöðumaður, auk starfsmanna frá átaksverkefni og vinnuskóla.
Skólamálaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs framkvæmd málsins.

4. 200702027 - Greinargerð vegna óska foreldra leikskólabarna frá 15. nóvember 2006 þar sem spurt er annars vegar hvort hægt sé að afnema sumarlokanir og hins vegar hvort hægt sé að bjóða upp á sveigjanlegan vistunartíma.
Tillaga frá fjölskyldu- og fræðslusviði vegna sveigjanlegs vistunartíma á leikskólum Vestmananeyjabæjar.


Tillaga frá fjölskyldu- og fræðslusviði vegna sveigjanlegs vistunartíma á leikskólum Vestmananeyjabæjar.

1. Grunntími vistunar verði 6 klst. eða frá 8:00-14:00, 5 daga vikunnar fyrir þá foreldra sem óska eftir að vera með breytilega vistun.
2. Tímaviðbótin verði sú sama þá daga sem viðkomandi barn er lengur.
3. Dvalarsamningur um breytilegan vistunartíma er gerður til 12 mánaða, frá skólaupphafi til loka skólaársins og miðast við 1. september ár hvert.
4. Segja þarf upp slíkum dvalarsamningi með 3ja mánaða fyrirvara annars er litið á að hann framlengist til næsta árs.
5. Beiðni um breytilegan vistunartíma afgreiðist líkt og aðrar óskir um breytingar.
6. Þjónustan verður í boði á öllum deildum beggja leikskólanna.
7. Þjónustan verður endurskoðuð árlega og kostir/gallar metnir út frá fag-, fjárhags- og félagslegum þáttum.

Gert verði ráð fyrir að hægt verði að bjóða uppá þetta fyrirkomulag haustið 2007.

Skólamálaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusvið framkvæmd málsins.


5. 200703206 - Biðlistar á leikskóla
Leikskólafulltrúi gerir grein fyrir stöðu biðlista á leikskólum.


Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar og leggur til að leikskólafulltrúi ásamt leikskólastjóra Sóla verði falið að gera greinagerð um það hvað þurfi til að hægt sé að fullnýta leikskólarýmið á Sóla sem er í dag 116 börn.

6. 200704072 - Akstur matar fyrir leikskólabörn á milli Sóla og Kirkjugerðis.
Kynning á samningum vegna aksturs matar á milli Sóla og Kirkjugerðis.


Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar.

7. 200703211 - Greinargerð um leikskólabyggingar o.fl.
Lagt fram erindi frá Félagi leikskólakennara vegna leikskólabygginga.


Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar.

8. 200704074 - Forgangsbeiðni á leikskóla lagt fyrir 180. fund skólamálaráðs.
Trúnaðarmál - Tvö mál þar sem leitað er eftir forgangi á leikskóla umfram heimildir.


Vísað í trúnaðarmálabók.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:09

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159