29.05.2007

182. fundur 29. maí

 

182. fundur

29. maí 2007 kl. 16.15 í fundarsal Íþóttamiðstöðvarinnar.

Fundinn sátu: Díanna Einarsdóttir, Hjörtur Kristjánsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Páll M. Jónsson, Valur Bogason, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Helena Jónsdóttir og Erna Jóhannesdóttir.

Fundargerð ritaði Jóhanna Kristín Reynisdóttir.

Dagskrá:

Almenn erindi

1. 200705107 - Framkvæmdir í tengslum við aldursskiptingu GV
Lagður fram listi yfir þær framkvæmdir sem tengjast aldursskiptingu GV.

Listi yfir framkvæmdir sem tengjast aldursskiptingu Grunnskóla Vestmannaeyja:

 1. Aðgengismál í Barnaskólanum

 2. Viðhald fasteignar utanhúss í Barnaskólanum (í höndum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.)

 3. Salur og andyri Barnaskólans

 4. Eldhús (bráðabirgðaeldhús) í Barnaskólanum
 5. Aðstaða kennara í kennslustofum í Barnaskólanum

 6. Tölvuaðstaða í Barnaskólanum

 7. Breytingar á núverndi vinnuaðstöðu kennara, stjórnenda og afgreiðslu í Barnaskólanum
 8. Viðhald og viðgerðir í Barnaskólanum

 9. Skápar fyrir unglinga í Barnaskólanum

 10. Eldhúsaðstaða í Hamarsskólanum

 11. Aðkeyrslumál í Hamarsskóla

Skólamálaráð samþykkir þessa framkvæmdaáætlun fyrir sitt leyti og felur umhverfis og framkvæmdasviði að koma með nánari kostnaðaráætlun og vísar málinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar Bæjarráðs.

2. 200702159 - Fjöldi barna á leikskólanum Sóla
Svar vegna 5. máls 180. fundar skólamálaráðs þar sem óskað var eftir greinargerð frá leikskólastjóra Sóla um hvað þurfi til svo að hægt sé að fullnýta leikskólarýmið á Sóla, sem er í dag 116 börn.

Skólamálaráð þakkar greinargerðina.

Fundi slitið kl. 17:15

Valur Bogason (sign)

Páll M. Jónsson (sign)

Jóhanna K. Reynisdóttir (sign)

Hjörtur Kristjánsson (sign)

Díanna Einardóttir (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159