19.06.2007

183. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

183. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 19. júní 2007 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Björgvin Eyjólfsson, Valgerður Guðjónsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir og Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir.

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir.

Dagskrá:

1. 200706207 - Heilsdagsvistun fyrir börn á grunnskólaaldri.
Tillögur skólaskrifstofu að heilsdagsvistunarúrræði fyrir börn í 1. - 5. bekk.


Skólamálaráð samþykir tillögu fjölskyldu og fræðslusviðs um almenn úrræði heilsdagsvistunar fyrir grunnskólabörn í 1 - 5 bekk.
Um er að ræða stóraukna þjónustu til grunnskólabarna í Vestmannaeyjum sem þýðir kostnaðaraukningu sem fellur á málaflokkinn.
Skólamálaráð vísar erindinu til bæjaráðs til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.

2. 200706210 - Starfsmannamál GV 2007-2008
Skólastjóri GV leggur fram greinargerð um starfsmannamál GV fyrir skólaárið 2007-2008.


Skólastjóri lagði fram greinagerð um breytingar á starfsmannahaldi.
Skólamálaráð þakkar greinagerðina.
Ingibjörg Jónsdóttir og Svanbjörg Oddsdóttir sækja um launalaust leyfi.
Skólamálaráð samþykir umsóknir viðkomandi kennara.

3. 200706209 - Samræmd próf 2007.
Skólasjóri GV gerir grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa 2007.


Skólamálaráð þakkar skólastjóra fyrir greinargerðina.

4. 200706243 - Haustþing KV. Beiðni um styrk.
Bréf frá Kennarafélagi Vestmannaeyja tekið inn með afbrigðum þar sem það barst ekki fyrir útsendingu gagna. Ósk um fjárhagslegan stuðning vegna haustþings KV til að standa undir kostnaði við fyrirlestra um AD/HD. (Athyglisbrestur og ofvirkni.)


Skólamálaráð samþykkir erindið.

5. 200706213 - Trúnaðarmál lögð fyrir skólamálaráð.
Lögð fram tvö tengd erindi sem skráð eru í sérstaka trúnaðarbók.


Málin bókast í sérstaka trúnaðarbók.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30

Páll Marvin Jónsson

Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Díanna Þyrí Einarsdóttir

Björgvin EyjólfssonVestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159