17.07.2007

184. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

184. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja var

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 17. júlí 2007 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Gunnar Friðfinnsson, Díanna Þyri Einarsdóttir, Margrét Rós Ingólfsdóttir, Valgerður Guðjónsdóttir, Jón Pétursson, Guðrún Helga Bjarnadóttir og Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir,

Fundargerð ritaði: Jóhanna Reynisdóttir.

Dagskrá:

1. 200705107 - Framkvæmdir í tengslum við aldursskiptingu GV
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda vegna aldursskiptingar GV.


Jón gerði grein fyrir greinagerð sem fór fyrir bæjarráð, skólamálaráð þakkaði fyrir kynninguna.

2. 200706207 - Heilsdagsvistun fyrir börn á grunnskólaaldri.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi heildagsvistun grunnskólabarna.


Jón gerði grein fyrir greinagerð sem fór fyrir bæjarráð, skólamálaráð þakkaði fyrir kynninguna

3. 200707199 - Daggæsla hjá dagforeldrum
Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu og þróun daggæslumála hjá dagforeldrum.


Guðrún Helga gerði grein fyrir greinagerð dagforeldra, skólamálaráð þakkaði kynninguna.

4. 200707196 - Launað leyfi - leyfi til að sækja ráðstefnu daufblindra
Deildarstjóri sérkennslu óskaði eftir launuðu leyfi til að sækja alþjóðlega ráðstefnu daufblindra í Ástralíu.


Jón kynnti skólamálaráði erindið.
Skólamálaráð samþykkti að veita Ólöfu Margréti launað leyfi enda liggur fyrir samþykki skólastjóra.
Skólamálaráð er stolt af framtaki og starfi Ólafar Margrétar í þágu daufblindra og samþykkti styrk gegn framlögðum ferðareikningum að upphæð sem nemur allt að 140.000. krónum.


5. 200706213 - Trúnaðarmál lögð fyrir skólamálaráð.
Eitt erindi þar sem óskað var eftir seinkun á skólagöngu vegna fötlunar.


Fundargerð trúnaðarmála var færð í sérstaka trúnaðarbók.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.45

Páll Marvin Jónsson (sign)

Jóhanna Kristín Reynisdóttir (sign)

Gunnar Friðfinnsson (sign)

Díanna Þyrí Einarsdóttir (sign)

Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159