14.08.2007

185. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

185. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 14. ágúst 2007 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Gunnar Friðfinnsson, Díanna Þyri Einarsdóttir, Valur Bogason, Valgerður Guðjónsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir,

Fundargerð ritaði: Jón Pétursson,

Valur Bogason mætti í stað Jóhönnu Reynisdóttur sem boðaði forföll. Hjörtur Kristjánsson boðaði forföll og ekki náðist í varamenn fyrir hann.

Dagskrá:

1. 200705107 - Framkvæmdir í tengslum við aldursskiptingu GV

Framkvæmdastjóri gerð grein fyrir stöðu framkvæmda í tengslum við aldursskiptingu:

Húsnæði BV. Búið er að laga aðgengi á jarðhæð, brjóta upp gólf og tröppur og steypa rampa. Einnig var svið leikfimissalarins og gólf í sal rifið vegna fúa og rakaskemmda. Búið er að leggja hita í gólf salarins og verið að leggja í nýtt gólf. Verið er að úbúa WC í nýrri félagsaðstöðu (fyrrum anddyri). Einnig er unnið við málningu þar sem málararnir komast að. Útbúin hefur verið til kennslustofa í rýminu þar sem áður var félagsaðstaða nemenda og byggður gangur við raungreinastofu þannig að gott aðgengi er í heimilisfræðistofu og raungreinastofu. Unnið er við að útbúa skrifstofur skólastjórnenda þannig að hægt sé að koma fyrir vinnuastöðu kennara, koma upp afgreiðslu og setja upp tölvustofu. Búið er að brjóta fyrir lyftuopum og verið að ganga frá þeim og eldvarnarhurðum. Verið er að útbúa aðstöðu til að smyrja og afgreiða mat í fyrrum leirstofu. Þegar búið verður að mála salinn (félagsaðstöðuna) verður teppalagt með filt teppi meðan steypa þornar þannig að hægt verði að ganga frá gólfefnum um áramót. Unnið er við gerð lyftustokka en ekki er gert ráð fyrir að lyfturnar komist í gagnið fyrr en um áramót.

Í Hamarsskóla er verið að útbúa aðstöðu til að smyrja, afgreiða og neyta matar í fyrrum félagsaðstöðu unglinga. Skólaliðar eru mættir til starfa og eru byrjaðir að þrífa og undirbúa veturinn. Starfsmenn frá Vestmannaeyjabæ hafa unnið við að flytja húsgögn og búnað milli staða. Skólinn verður settur 23. ágúst nk. Kennsla hefst í Hamarsskóla 24. ágúst en 27. ágúst hjá 6. til 10. bekk.2. 200706210 - Starfsmannamál GV 2007-2008

Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála í haust. Fram kom að tekist hefur að ráða réttindakennara í allar umsjónakennarastöður og yfir níutíu prósent kennara eru með réttindanám. Sótt verður um undanþágu fyrir sjö leiðbeinendur.

3. 200708045 - Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi námsvist utan lögheimilissveitarfélags:
Sótt hefur verið um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir 6 nemendur sem hafa lögheimili í Vestmannaeyjum. Fimm nemendur grunnskóla og einn nemanda leikskóla. Viðmiðunarkostnaður vegna námsvistar er reiknaður út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og er um 38.000 krónur á mánuði fyrir grunnskólanemendur og 42.000 krónur á mánuði fyrir leikskólanemendur. Kostnaður vegna umsókna nemur um 2.400.000 krónum.
Einungis hefur verið sótt um námsvist í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir einn nemanda frá öðru sveitarfélagi.
Skólamálaráð samþykkir umræddar umsóknir.4. 200706207 - Heilsdagsvistun fyrir börn á grunnskólaldri.

Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir ráðningu forstöðumanns, fjölda umsókna og stöðu mála.
Staða yfirumsjónarmanns hefur verið auglýst og einungis einn sótti um starfið, Guðríður Ásta Halldórsdóttir kt. 090153-4989. Skólamálaráð samþykkir ráðningu Ástu.
Verið er að auglýsa eftir starfsfólki að heilsdagsvistuninni sem er annars vegar úrræði starfrækt í húsnæði Hamarsskóla fyrir börn í 1. – 5. bekk og hins vegar sértækt úrræði fyrir fatlaða nemendur í 6. – 10. bekk.

Sótt hefur verið um fyrir 11 nemendur í heilsdagsúrræði fyrir nemendur í 1. – 5. bekk, en engin umsókn borist fyrir nemendur í 6. – 10. bekk.

5. 200706213 - Trúnaðarmál lögð fyrir skólamálaráð.

Trúnaðarmál eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159