11.09.2007

186. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

186. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 11. september 2007 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Hjörtur Kristjánsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Gunnar Friðfinnsson, Díanna Þyri Einarsdóttir, Valgerður Guðjónsdóttir, Hafdís Snorradóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, Hulda Ólafsdóttir

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Ritari

Valgerður Guðjónsdóttir kom inní þriðja máli. Guðrún Helga yfirgaf fundinn í 3. máli. Helena, Alda, Bryndís og Þóra Hrönn yfirgáfu fundinn í 5. máli. Hulda og Hafdís yfirgáfu fundinn í 8. máli.

Dagskrá:

1. 200708095 - Endurskoðun leikskólagjalda 2007

"Vegna þeirrar hagræðingar sem náðst hefur í leikskólamálum við sameiningu Sóla og Rauðagerðis, mun grunngjald gjaldskrár lækka um 18,3%. Samkvæmt því mun átta tíma vistun með fæði kosta kr. 26.580.- í stað 31.060.- Jafnframt verður sú breyting á systkinaafslætti að í stað 50% afsláttar með þriðja barni verður 80% afsláttur."
Breytingin tekur gildi frá og með 1. október 2007.
Skólamálaráð leggur ríka áherslu á að þessi lækkun leikskólagjalda er fyrst og fremst möguleg vegna þeirra hagræðingar í rekstri sem náðst hefur á árinu. Starfsfólk leikskólana og fjölskyldu- og fræðslusviðs hefur staðið sig með miklum sóma í þeim aðgerðum sem náðst hefur á þessu ári.
Skólamálaráð samþykkir tillöguna.

2. 200707199 - Daggæsla hjá dagforeldrum

Til samræmis við lækkun leikskólagjalda samþykkir skólamálaráð hækkun á niðurgreiðslum til forráðamanna barna í daggæslu sem nemur 17-20%.
Hjá giftum/sambúð breytist niðurgreiðsla grunngjalds úr kr 2580 í kr 3200.
Hjá einstæðum breytist niðurgreiðsla grunngjalds úr kr. 3060.- í kr. 3700.-
Breytingin tekur gildi frá og með 1. október 2007."

3. 200706207 - Heilsdagsvistun fyrir börn á grunnskólaldri.

Skólamálaráð samþykkir að sameina starfsemi heilsdagsvistunar fyrir börn í 1. - 5. bekk, starfsemi Athvarfsins í Þórsheimilinu og dagþjónustu fyrir fötluð börn í 6. - 10. bekk sem staðsett verður í Rauðagerði.
Skólamálaráð samþykkir jafnframt að starfsemin fari fram í Þórsheimilinu og fái nafnið "Frístundaverið í Þórsheimilinu".
Fram kom að búið er að ráða í allar stöður og starfsemin er komin í gang. Um 40 börn eru skráð í Frístundaverið.

4. 200706210 - Starfsmannamál GV 2007-2008
Skólastjóri gerir grein fyrir starfsmannamálum vegna annarra starfsmanna en þeirra sem starfa við kennslu.


Skólamálaráð þakkar kynninguna og er ánægulegt til þess að vita að búið er að manna allar stöður skólans.
Í heildina eru nú 23 skólaliðar í 16,83 stöðugildum og 16 starfandi stuðningsfulltrúar við grunnskólann í 10 stöðugildum.

5. 200709043 - Samkeppni um hönnun á merki og skammstöfun fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja haustið 2007.

Skólamálaráð samþykkir eftirfarandi tillögu:
"Skólamálaráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að undirbúa samkeppni um hönnun á merki og skammstöfun fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja."

6. 200709044 - Skólabúningar fyrir börn í 1. - 5. bekk

Skólamálaráð samþykkir eftirfarandi tillögu:
"Skólamálaráð óskar eftir því við foreldrafélag Grunnskóla Vestmannaeyja að skoðaðir verði kostir og gallar þess að taka upp skólafatnað/búninga fyrir börn í 1. - 5. bekk."

7. 200708112 - Skólalúðrasveit Vestmannaeyja og foreldafélag SLV. Ársskýrsla, starfsár 2006
Lögð fram ársskýrsla Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja fyrir árið 2006.


Skólamálaráð þakkar fyrir ársskýrslu Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja og óskar sveitinni velfarnaðar á starfsárinu.

8. 200709001 - Ósk um styrk til Taflfélagsins vegna þátttöku í Norðurlandamóti 2007
Lagt fram bréf frá Birni Elíassyni aðstoðarskólastjóra þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna ferðar nemenda skólans á Norðurlandamót í skólaskák.


Skólamálaráð óskar skáksveit Grunnskóla Vestmannaeyja til hamingju með góðan árangur á mótinu. Skólamálaráð bendir á að við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir fjármagni til félagsstarfa sem og til námskeiðs- og skólagjalda. Skólastjórnendum er bent á að nýta það fjármagn sem er veitt til skólans og hafnar því erindinu. Jafnframt leggur skólamálaráð áherslu á að verklagsreglur á milli Grunnskóla Vestmannaeyja og Taflfélags Vestmannaeyja séu skýrar.

9. 200709039 - Unglingastarf hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja, 2007
Ósk um styrk vegna unglingastarfs Björgunarfélags Vestmannaeyja.


Skólamálaráð samþykkir að veita umræddan styrk enda um tilraunaverkefni að ræða milli Grunnskóla Vestmannaeyja og Björgunarfélags Vestmannaeyja.
Skólamálaráð fagnar aukinni fjölbreytni í valáföngum á unglingastigi.

10. 200706213 - Trúnaðarmál lögð fyrir skólamálaráð.
Um er að ræða þrjú mál.


Trúnaðarmál eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159