09.10.2007

187. fundur Skólamálaráðs

 

187. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 9. október 2007 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Hjörtur Kristjánsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Gunnar Friðfinnsson, Díanna Þyri Einarsdóttir, Hafdís Snorradóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Guðmundur H Guðjónsson og Bryndís Guðjónsdóttir,

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir ritari

Nýir áheyrnarfulltrúar sem sátu fundinn voru Elísa Sigurðardóttir og Ásdís Steinunn Tómasdóttir. Einnig eru Emma Sigurgeirsdóttir og Júlía Ólafsdóttir mættar. Gunnar Friðfinnsson vék af fundi eftir 6. mál.

Dagskrá:

1. 200710037 - Starfsmannahald í Tónlistarskóla Vestmannaeyja
Greinargerð frá skólastjóra Tónlistarskólans vegna starfsmannahalds og starfsemi skólans haustið 2007.


Guðmundur gerði grein fyrir starfsmannahaldi, sem hefur lítið breyst frá því í fyrra.
Nemendur eru 177 og 16 á biðlista. Flestir eru í píanónámi.
Skólamálaráð þakkar fyrir greinargerðina.

2. 200710039 - Starfsmannahald í leikskólum.
Leikskólafulltrúi gerir grein fyrir starfsmannahaldi og stöðu mála í leikskólunum .Staðan í dag:
Kirkjugerði:
Í leikskólanum Kirkjugerði eru starfandi 22 starfsmenn í 16,34 stöðugildum.
Leikskólakennarar eru 7, ófaglærðir eru 15.
89 börn eru skráð á Kirkjugerði frá 1. okt

Sóli:
Í leikskólanum Sóla eru starfandi 34 starfsmenn í 25,26 stöðugildum.
Leikskólakennarar eru 12 og 3 leikskólanemar, ófaglærðir eru 18. Einn starfsmaður er með aðra háskólamenntun.
93 börn eru skráð á Sóla frá 1. okt

Skólamálaráð þakkar fyrir greinagerðina.

3. 200706207 - Frístundaver. Heilsdagsvistun fyrir börn á grunnskólaldri.
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála og starfsmannahaldi í frístundaveri.


Fram kemur í greinargerð fræðslufulltrúa að starfsemi frístundavers er vel mannað og gengur vel. Alls eru 39 börn skráð í frístundaverið. Tafir hafa verið á því að hefja starfsemi í Rauðagerði fyrir eldri fötluð börn vegna framkvæmda þar. Starfsemin hefur verið í sérdeildinni í Barnaskólanum. Fram kemur að stefnt er að því að færa starfsemina í Rauðagerði á næstu dögum. Samtals eru 10 starfsmenn í frístundaverinu í samtals 4,35 stöðugildum.

4. 200705107 - Framkvæmdir í tengslum við aldursskiptingu GV
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir í GV.


Framkvæmdir í starfsstöðum GV eru í fullum gangi. Öllum stærri verkefnum er lokið í Hamarsskóla en í Barnaskólanum er ennþá nokkrum verkefnum ólokið. Verið er að klára lyfturnar og stefnt að því að taka þær í gagnið í janúar. Eldhúsaðstaðan í Barnaskólanum er í lokafrágangi sem og salurinn. Enn er ólokið að leggja tengingar í tölvustofu, setja upp nýtt símakefi og ljúka við aðstöðu í anddyri. Það á eftir að leggja varanleg gólfefni á m.a. vegna þess að steypan er enn að þorna.

5. 200710035 - Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum.
Lögð eru fram drög að stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum.


Lögð er fram drög að stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum.

6. 200710038 - Sex mánaða uppgjör 04. Fræðslumál 2007.
Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir sex mánaða uppgjöri málaflokks 04 um fræðslumál.


Framkvæmdastjóri lagði fram sex mánaða uppgjör málaflokks 04, fræðslumál. Fram kemur að búið er að nýta 52% af áætlun.
Skólamálaráð þakkar fyir greinagerðina.

7. 200706213 - Trúnaðarmál lögð fyrir skólamálaráð.
Eitt mál lagt fram.


Trúnaðarmál er fært í sérstaka trúnaðarmálabók.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.45

Páll Marvin Jónsson (sign)

Hjörtur Kristjánsson (sign)

Jóhanna K. Reynisdóttir (sign)

Gunnar Friðfinnsson en vék af fundi eftir 6. mál

Díana Þyrí Einarsdóttir (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159