06.11.2007

188. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

188. fundur

skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 6. nóvember 2007 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Hjörtur Kristjánsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Gunnar Friðfinnsson, Díanna Þyri Einarsdóttir, Jón Pétursson, Fanney Ásgeirsdóttir, Helena Jónsdóttir, Ingunn Arnórsdóttir, Guðmundur H. Guðjónsson, Valgerður Guðjónsdóttir, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Elísa Sigurðardóttir

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Ingunn Arnórsdóttir foreldrafélag Kirkjugerðis. Guðmundur H. Guðjónsson. Valgerður Guðjónsdóttir kom á fundinn í 3.máli. Guðjón H. Guðjónsson vék af fundi í 5. máli

Dagskrá:

1. 200710038 - Fjárhagsleg staða málaflokks 04, fræðslu- og uppeldismál 2007.
Lögð fram fjárhagsleg staða málaflokks 04 frá 01.01.07-30.09.07


Þökkum framkvæmdarstjóra fyrir.

2. 200710156 - Námskeiðsdagur á starfsdegi leik- og grunnskólanna 26. nóvember 2007.
Lagt fram til kynningar efni námskeiðsdags á starfsdegi leik- og grunnskóla 26. nóvember nk.


Skólamálaráð lýsir ánægju sinni yfir fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá.

3. 200711030 - Bréf frá KV vegna áhyggja af starfsaðstöðu og starfslíðan kennara í GV, starfsstöð Barnaskóli.
Bréf frá Kennarafélagi Vestmannaeyja


Skólamálaráð leggur mikla áherslu á að allt innra starf skólans og skipulag þess sé í höndum skólastjórnenda. Skólastjórnendur hafa í dag heimildir og fjármagn til flestra þeirra verkefna sem upp eru talin í bréfi KV. Önnur atriði hafa verið í skoðun hjá skólastjórnendum og skólaskrifstofu eins og til dæmis staða deildarstjóra á unglingastigi. Mikilvægt er að kennarar upplýsi sína stjórnendur um það sem betur má fara svo hægt sé að finna lausnir og leita eftir fjármagni ef upp á vantar.

Skólamálaráð tekur þó undir að hraða þurfi framkvæmdum eins og kostur er.

4. Skólamálaráð skilur þá aðstöðu sem kennarar starfa við og þakkar þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt í því breytingarferli sem á sér stað.

Skólamálaráð veitir framkvæmdastjóra sviðsins heimild að vinna að lausn er varðar stjórnun innan GV og leggja tillögu þess efnis fyrir bæjarráð.

5. 200710127 - Gosminning 2008
Erindi frá stýrihópi vegna þess að á næsta ári eru 35 ár liðin frá Heimaeyjargosi. Stýrihópurinn leggur fram þá hugmynd að helga allt skólastarf þann 23. janúar nk. minningu gossins. Óskað er eftir þátttöku skólamálaráðs í undirbúningnum.


Skólamálaráð felur skólaskrifstofu framgang málsins

6. 200711005 - Leonardo da Vinci nemandi

Skólamálaráð felur leikskólafulltrúa og leikskólastjórnendum að óska eftir frekari upplýsingum.

7. 200706213 - Trúnaðarmál lögð fyrir skólamálaráð.

Trúnaðarmál eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.20

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159