18.12.2007

190. fundur Skólamálaráðs

 

190. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 18. desember 2007 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Hjörtur Kristjánsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Gunnar Friðfinnsson, Díanna Þyri Einarsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Guðmundur H Guðjónsson, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Valgerður Guðjónsdóttir, Elísa Sigurðardóttir, Ásdís Steinunn Tómasdóttir,

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir,

Guðmundur H. Guðjónsson fór af fundi í 2.máli.

Dagskrá:

1. 200712096 - Niðurstöður PISA
Kynning og umræður um niðurstöðum PISA


Skólamálaráð fjallaði um niðurstöður PISA rannsóknarinnar og árangur Grunnskóla Vestmannaeyja. Vísbendingar eru um að kennsluhættir Grunnskóla Vestmannaeyja leiði til lakrar mælingar á samræmdum mælikvörðum svo sem PISA.

Skólamálaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra að óska eftir því að Námsmatsstofnun greini nánar árangur grunnskólabarna í Vestmannaeyjum í PISA- könnuninni sérstaklega. Í greiningunni á að koma fram staða barna í Vestmannaeyjum í samanburði við landið allt í öllum greinum og svör nemenda við viðhorfaspurningum.

Einnig samþykkir ráðið að skipa aðgerðahóp sem fer þegar í stað í viðræður við menntamálaráðuneyti, menntastofnanir og skólaþróunarsamtök um samstarf til að styrkja kennsluhætti í Grunnskóla Vestmannaeyja Sérstaka áherslu verður að leggja á læsi, lesskilning, stærðfræði og náttúrufræði á mið- og unglingastigi.

Einnig skal aðgerðahópurinn falast eftir samstarfi við önnur skólastig í Vestmannaeyjum.

Markmið aðgerðahópsins er að leita leiða til að:
a. ...bæta stöðu Grunnskóla Vestmannaeyja á samræmdum mælikvörðum
b. ...auka námsárangur nemanda við lok grunnskóla
c. ...auka fjölbreytileika kennsluaðferða

Aðgerðarhópinn munu skipa fulltrúar:

Skólastjórnenda
Skólaskrifstofu
Kennara (2)
Formaður skólamálaráðs

Kjörnum fulltrúum skólamálaráðs verður heimilt að sitja starfsfundi aðgerðahópsins. Hópurinn mun jafnframt kalla til sín ráðgefandi aðila og sérfræðinga eftir þörfum til að vinna að framgangi málsins.

Aðgerðahópurinn skal hefja vinnu strax eftir áramót og skila niðurstöðum sínum og tillögum til skólamálaráðs eigi síðar en 2. apríl 2008.

2. 200708079 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2008
Kynning og umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2008.


Skólmálaráð fór yfir fjárhagsáætlun 2008.
Skólamálaráð leggur til að skólagjöld Tónlistarskólans hækki 5%.
Skólamálaráð gerir ekki aðrar athugasemdir við fjárhagsáætlun 2008.

3. 200712097 - Frumvörp til laga: um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. 2007
Bréf frá menntamálaráðuneyti til skólanefndarfulltrúa vegna ofangreindra þátta.


Formaður las upp bréf um nýja menntastefnu, frá menntamálaráðherra.
Nánar er hægt að lesa um frumvörpin á www.nymenntastefna.is


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.40

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159