15.01.2008

191. fundur Skólamálaráðs

 

191. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 15. janúar 2008 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Gunnar Friðfinnsson, Steinunn Jónatansdóttir, Björgvin Eyjólfsson, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Helena Jónsdóttir, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Helga Tryggvadóttir, Elísa Sigurðardóttir og Valgerður Guðjónsdóttir.

Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs.

Dagskrá:

1. 200712096 - Niðurstöður PISA og aðgerðaráætlun

Gerð grein fyrir þeirri vinnu sem hafin er. Aðgerðarhópur fundaði fimmtudaginn 11. janúar og fór yfir stöðu mála. Rýnt var í niðurstöður samræmdra prófa undanfarinna ára. Ákveðið að fá Rósu Eggertsdóttur sérfræðing frá skólaþróunarsviði til að koma og hitta aðgerðarhópinn.

2. 200710127 - Gosminning 2008

Grein gerð fyrir hvernig skólarnir í Vestmannaeyjabæ hafa hugsað sér að minnast atburðanna 23. janúar 1973. Ýmislegt er á döfinni á öllum skólastigum, leik-, grunn- og framhaldsskóla. Skólamálaráð þakkar greinargerðina.

3. 200706213 - Trúnaðarmál lögð fyrir skólamálaráð.

Trúnaðarmál er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.30Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159