21.02.2008

192. fundurskólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

192. fundur

skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar,

fimmtudaginn 21. febrúar 2008 og hófst hann kl. 16

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Valur Bogason, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Valgerður Guðjónsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Elísa Sigurðardóttir.

Ingunn Arnórsdóttir fulltrúi foreldrafélagsins.

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir.

Dagskrá:

1. 200802098 - Endurskoðun leikskólagjalda.
Leikskólafulltrúi gerir grein fyrir þörf á endurskoðun leikskólagjalda í samræmi við hækkun vísitölu.


Skólamálaráð samþykkir að hækka leikskólagjöld samkvæmt vísitölu eða um 0,92%. Samkvæmt því fer klukkustundin úr kr. 2.500 í kr. 2.523 og fullt fæði úr kr. 6.580 í kr. 6.640.
Hækkun tekur gildi 1. apríl 2008.

2. 200702033 - Ársskýrslur vegna daggæslu í heimahúsum.
Leikskólafulltrúi leggur fram ársskýrslu fyrir árið 2007 vegna daggæslu í heimahúsum.


Samkvæmt skýrslu leikskólafulltrúa störfuðu þrír dagforeldrar að hluta til, eða allt árið 2007. Til að koma til móts við eftirspurn eftir plássi hjá dagforeldrum réð fjölskyldu- og fræðslusvið starfsmann í hlutastarf í tvo mánuði til starfandi dagforeldra. Jafnframt greiddi Vestmannaeyjabær niður dagvist 28 barna í 2-7 mánuði.
Skólamálaráð þakkar leikskólafulltrúa fyrir skýrsluna.


3. 200802069 - Sumarlokanir leikskóla.
Leikskólafulltrúi leggur fram greinargerð er varðar sumarlokanir leikskólanna.


Skólamálaráð þakkar greinargerðina. Skólamálaráð mælir með tveggja vikna sumarlokun 14. - 25. júlí 2008 og að lokunin verði m.a. notuð til að sinna viðhaldi innanhúss. Jafnframt felur skólamálaráð leikskólafulltrúa að afla gagna og upplýsinga varðandi skipulag og kostnað hjá leikskólum sem eru ekki með sumarlokanir

4. 200703065 - Gæsluvöllurinn Strönd.
Leikskólafulltrúi leggur fram ársskýrslu um gæsluvöllinn Strönd fyrir árið 2007


Skólamálaráð þakkar skýrsluna en þar kom fram að gæsluvöllurinn hafi verið opin í 43 daga frá tímabilinu 18. júní til 17. ágúst. Alls voru 813 komur skráðar yfir sumarið og var fjöldi heimsókna á dag frá 5 börnum og upp í 46. Meðalfjöldi heimsókna á dag var 19, sem er einu fleiri en árið 2006. Fram kom í máli leikskólafulltrúa að tíminn eftir kl. 16:00 á daginn hafi verið mjög illa nýttur. Skólamálaráð samþykkir að hafa gæsluvöllinn opinn alla virka daga frá 18. júní til 15. ágúst 2008 milli kl. 13.00 og 16.00.

5. 200802094 - Skipulag á skólaleikfimi í íþróttahúsum bæjarins skólaárið 2008-2009.
Erindi frá formanni skólamálaráðs um skólaíþróttir í íþróttahúsum bæjarins.


Skólamálaráð hefur unnið að því með menningar- og tómstundaráði að koma skipulagi skólaíþrótta og íþróttaæfinga í betra horf með það fyrir augum að stytta vinnudag yngstu barnanna. Skólamálaráð beinir því þeim tilmælum til skólastjórnenda Grunnskóla Vestmannaeyja að fyrir skólaárið 2008-2009 verði reynt að ljúka skólaleikfimi fyrir kl. 13 alla daga og að það verði raðað inn í stundatöflur samkvæmt því. Skólamálaráð leggur áherslu á að hafist verði handa sem fyrst við skipulagningu stundataflanna svo að hægt verði að kynna þær í júní eins og lög gera ráð fyrir. Menningar- og tómstundaráð mun vinna að því með forsvarsmönnum íþróttafélaganna að skipuleggja íþróttaæfingar fyrir börn undir 12 ára aldri þannig að þeim verði lokið fyrir kl. 17 á daginn. Skólamálaráð telur að breytingin geti átt stóran þátt í að gera Vestmannaeyjar að því gæðasamfélagi sem við viljum byggja og fagnar því að þetta skref hafi verið stigið.


6. 200802099 - Kynning á stofnun þjónustuteymis.
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir stofnun þjónustuteymis vegna barna með skilgreindar fatlanir.


Verið er að skipuleggja þjónustuhóp á vegum fjölskyldu- og fræðslusviðs sem er ætlað að hafa yfirsýn yfir þjónustu sem veitt er á vegum bæjarfélagsins til barna með skilgreinda fötlun. Markmið með stofnun hópsins er að í samvinnu við foreldra verði hægt að gera heildstæða þjónustuáætlun fyrir hvern einstakling sem inniheldur upplýsingar um þá þjónustu sem barnið nýtur hverju sinni ásamt markmiðum hennar. Hvert barn fær tilnefndan tengilið úr þjónustuteyminu sem ætlað er að halda utan um og vinna þjónustuáætlun fyrir barnið og fylgja henni eftir. Skólamálaráð þakkar kynninguna.

7. 200706213 - Trúnaðarmál lögð fyrir skólamálaráð.
Eitt trúnaðarmál lagt fram.


Trúnaðarmál fært í sérstaka trúnaðarmálabók.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.30

Páll Marvin Jónsson (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Jóhanna Kristín Reynisdóttir (sign)

Díanna Þyri Einarsdóttir (sign)

Valur Bogason (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159