08.04.2008

193. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

193. fundur

Skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 8. apríl 2008 og hófst hann kl. 17

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Gunnar Friðfinnsson, Díanna Þyri Einarsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Guðmundur H Guðjónsson, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Elísa Sigurðardóttir, Ásdís Steinunn Tómasdóttir,

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir,

Ingunn Arnórsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldrafélag leikskólanna

Dagskrá:

1. 200803041 - Hollusta og mataræði barna í Grunnskóla Vestmannaeyjum

Stefna Vestmannaeyjabæjar gerir ráð fyrir að hollusta sé höfð í fyrirrúmi. Unnið er í samstarfi við Lýðheilsustöð að ná fram eftirfarandi markmiðum: "Stuðla að heilbrigðum lífsháttum barna, ungs fólks og fjölskyldna þeirra með áherslu á aukna hreyfingu og bætt mataræði, með það að leiðarljósi að fyrirbyggja sjúkdóma og bæta líðan barna og unglinga".
Skólamálaráð tekur undir mikilvægi þess að bjóða upp á góðan og hollan mat í skólunum. Ráðið felur skólastjóra að kanna hvaða möguleikar eru til úrbóta og hvort vilji sé fyrir því að heitur matur sé í hádeginu með tilfallandi kostnaðaraukningu.

2. 200803040 - Skólalóðir
Greinargerð frá skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja varðandi ástand skólalóða og ósk um aukafjárveitingu til hönnunar og úrbóta.


Skólamálaráð tekur undir sjónarmið skólastjóra um að úrbóta sé þörf og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
Skólamálaráð felur jafnframt framkvæmdarstjóra að kanna hvort möguleiki sé á að fara í minniháttar lagfæringar í sumar á skólalóðinni með hliðsjón á kostnaði og öryggissjónarmiða.


3. 200802069 - Sumarlokanir leikskóla.
Erindi frá starfsmönnum Sóla varðandi áætlaðan sumarlokunatíma.


Skólamálaráð frestar afgreiðslu á erindinu til næsta fundar.

4. 200706209 - Samræmd próf.
Skólastjóri gerir grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa í 4. og 7. bekk árið 2007.


Samræmd próf.
Niðurstöður: 56 nemendur tóku samræmt próf í 4. bekk. Meðaltal einkunna í stærðfræði var 6,8 (landsmeðaltal 6,9) og í íslensku 6,4 (landsmeðaltal 6,2).
Í 7. bekk tóku 54 nemendur samræmd próf. Meðaltal í stærðfræði var 6 (landsmeðaltal 7) og í íslensku 6 (landsmeðaltal 7).

Skólamálaráð þakkar greinargerðina.


5. 200804019 - Skólaskák.
Góður árangur nemenda Grunnskóla Vestmannaeyja á skólaskákmótum.


Skólamálaráð vill óska keppendum, þjálfurum og fararstjórum til hamingju með Íslandsmeistaratitlinn í skólaskák. Nokkur óvissa hefur ríkt með aðkomu GrV að þessum skólaskákmótum og því leggur Skólamálaráð til að hafnar verði viðræður við Skákfélag vestmannaeyjum um samkomulag um skákkennslu í skólanum og fjárhagslega aðkomu GrV að hinum ýmsu skólaskákmótum. Skólamálaráð felur skólastjóra og framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs um framkvæmd málsins.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18:30

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159