20.05.2008

194. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

194. fundur

skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 20. maí 2008 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Valgerður Guðjónsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Elísa Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir.

Dagskrá:

1. 200805104 - Úthlutun kennslustunda vegna skólastarfs í grunnskóla.
Tillaga skólamálaráðs um úthlutun á kennslumagni og öðrum vinnustundum til grunnskólanna fyrir skólaárið 2008-2009.


Fyrir liggur tillaga fjölskyldu- og fræðslusviðs um úthlutun á kennslumagni og öðrum vinnustundum til grunnskólanna fyrir skólaárið 2008-2009. Tillagan er unnin í samræmi við svonefndan ,,pottorm’’ sem er reiknilíkan sem lagt er til grundvallar úthlutuninni. Samanlagt er úthlutunin 1558,8 kennslustundir á viku auk 129,3 klukkustunda á viku í bókasöfn, gæslu og heimanámstíma. Skólamálaráð samþykkir tillöguna og leggur áherslu á að skólastjóri haldi mannahaldi innan úthlutaðs tímamagns.

2. 200706210 - Starfsmannamál Grunnskóla Vestmannaeyja
Tillaga um fjölda deildarstjóra við Grunnskóla Vestmannaeyja.


Skólamálaráð leggur til að fjöldi deildarstjóra verði fjórir. Þrír deildarstjórar stiga og deildarstjóri sérkennslu. Skólastjóra GV verður falið að gera starfslýsingu fyrir hvern deildarstjóra í samráði við fræðslufulltrúa.

3. 200706209 - Samræmd próf.
Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 10. bekk vorið 2009.


Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu varðandi dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 10. bekk vorið 2009. Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2009 verða sem hér segir: Íslenska 7. maí, enska 8. maí og stærðfræði 11. maí. Tímasetningar prófanna verða allar frá kl 9.00 - 12.00.

4. 200702012 - Matarmál í GV

Skólastjóri gerði grein fyrir hugmyndum um nemendamáltíðir. Meðal annars kom erindi frá Einsa Kalda ehf. þar sem hann óskar eftir viðræðum um umsjá á skólamat fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja.
Skólamálaráð ítrekar fyrri bókanir um að kannaður verði áhugi foreldra um kostnaðarþátttöku á innkaupum á heitum mat sem fyllir kröfur Lýðheilsustöðvar.
Skólamálaráð felur skólastjórnendum í samstarfi við skólaskrifstofu framkvæmd málsins.

5. 200708045 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Viðmiðunarreglur um greiðslur vegna nemenda leikskóla sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.


Skólamálaráð samþykkir umræddar viðmiðunarreglur

6. 200802069 - Sumarlokanir leikskóla.
Tillaga að opnunartíma leikskólanna Kirkjugerðis og Sóla. Leikskólastjórar leggja til að leikskólunum verði lokað kl. 12 á hádegi á föstudag fyrir þjóðhátíð þar sem starfsmenn í STAVEY eiga samningsbundinn frídag þennan dag.


Skólmálaráð samþykkir tillöguna.

7. 200706213 - Trúnaðarmál lögð fyrir skólamálaráð

Trúnaðarmál færð inn í sérstaka trúnaðarmálabók.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.45

Páll Marvin Jónsson (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Jóhanna Kristín Reynisdóttir (sign)

Díanna Þyrí Einarsdóttir (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159