12.06.2008

195. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

195. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar, fimmtudaginn 12. júní 2008 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Gunnar Friðfinnsson, Björgvin Eyjólfsson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Elísa Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir.

Ingunn Arnórsdóttir mætti sem fulltrúi foreldra barna í leikskóla. Páll Marvin Jónsson vék af fundi í 7. máli.

Dagskrá:

1. 200805104 - Úthlutun kennslustunda vegna skólastarfs í grunnskóla
Tillaga skólamálaráðs um breytingu á úthlutun á kennslumagni til grunnskólans fyrir skólaárið 2008-2009.

Skólamálaráð leggur til að fjöldi bekkjardeilda í 4. bekk veturinn 2008-2009 verði fjórar í stað þriggja eins og áður var gert ráð fyrir. Er það gert til að koma í veg fyrir að bekkjardeildir verði of fjölmennar.

2. 200801093 - Úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2008
Kynning á niðurstöðum úttektar á sjálfsmatsaðferðum Grunnskóla Vestmannaeyja.

Niðurstöður úttektar á sjálfsmatsaðferðum Grunnskóla Vestmannaeyja töldust fullnægjandi að hluta þar sem ekki liggur fyrir mat skólans og ekki hafa verið sett viðmið um hvað bættur árangur í einstökum þáttum felur í sér.
Í ljósi þeirra breytinga á skólastarfi sem átt hafa sér stað á undanförnu ári má telja að um eðlilegar skýringar sé að ræða og of stefnt sé að því laga þetta fyrir næsta skólaár.

3. 200706209 - Samræmd próf í 10. bekk vorið 2008.
Skólastjóri kynnir niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2008.

Niðurstöður sýna að skólinn hefur bætt sig í heildina meðan meðaleinkunn á landsvísu hefur almennt lækkað. Skólamálaráð þakkar kynninguna.

4. 200712097 - Lög um leikskóla, grunnskóla og um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda.
Nýsamþykkt lög um leik-, og grunnskóla og um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda kynnt.

Skólamálaráð felur skólaskrifstofu og skólastjórnendum að skoða nýsamþykkt lög í þeim tilgangi að meta hvað þarf til að fullnægja þeim breytingum sem koma fram í lögunum og koma með tillögur þar að lútandi.

5. 200706210 - Starfsmannamál Grunnskóla Vestmannaeyja
Lagður fram listi með breytingum á starfsmannahaldi í Grunnskóla Vestmannaeyja vorið 2008.

Starfsmenn sem hætta störfum eru Anna Svala Johnsen matráður, Ásta Kristindóttir skólaliði, Björg Hrund Sigurbjörnsdóttir grunnskólakennari, Elín Leifsdóttir skólaliði, G. Fríða Einarsdóttir skólaliði, Jórunn Lilja Jónasdóttir stuðningsfulltrúi, María Njálsdóttir skólaliði, Oddfríður J. Guðjónsdóttir skólaliði, Svanbjörg Oddsdóttir grunnskólakennari. Nýir starfsmenn: Anna Rós Hallgrímsdóttir, Berglind Þórðardóttir, Dóra Hanna Sigmarsdóttir , Guðbjörg Guðmannsdóttir , Óskar Jósúason , Ragnheiður Borgþórsdóttir og Þórey Friðbjarnardóttir. Breytingar á starfshlutföllum: Bryndís Bogadóttir og Sólrún Bergþórsdóttir. Hólmfríður S. Gylfadóttir, Jórunn Einarsdóttir og Rósa Hrönn Ögmundsdóttir sækja um launalaust leyfi í eitt ár vegna náms. Skólamálaráð þakkar starfsmönnum sem nú láta af störfum og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni og býður nýja starfsmenn velkomna til starfa. Skólamálaráð samþykkir tillögur skólastjóra um starfsmannahald.

6. 200705093 - Skóladagatal Grunnskóla Vestmannaeyja
Skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja leggur fram skóladagatal fyrir skólaárið 2008-2009.

Starfsmenn koma til starfa 18. ágúst. Skólasetning verður 25. ágúst og skólaslit 3. júní. Skólamálaráð þakkar kynninguna.

7. 200804019 - Skólaskák.
Þátttaka Grunnskóla Vestmannaeyja í skólaskákmótum.

Skólamálaráð fagnar árangri nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja í skólaskák og samþykkir að veita allt að fimm þátttakendum og einum fararstjóra 30.000 króna styrk hverjum til að sækja Norðurlandamót í skólaskák 2008. Á móti komi stuðningur TV við skólann t.d. í formi kennslu eða með því að halda utan um skákmót. Skólastjóra er falið að gera drög að slíkum samningi.
Björgvin Eyjólfsson óskar bókað: Tel að málið heyri undir menningar- og tómstundaráð frekar en skólamálaráð.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18 .10

Páll Marvin Jónsson (sign)
Páll Scheving Jónsson (sign)
Jóhanna Kristín Reynisdóttir (sign)
Gunnar Friðfinnsson (sign)
Björgvin Eyjólfsson (sign)


Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159