20.07.2010

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1436.

 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1436. fundur
 
haldinn Um borð í Herjólfi,
þriðjudaginn 20. júlí 2010 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Guðlaugur Friðþórsson, Jórunn Einarsdóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1.
200707346 - Framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar
Vígsla Landeyjahafnar.
Á vígsludegi Landeyjahafnar fagnar Bæjarstjórn Vestmannaeyja þeim miklu samgöngubótum sem falist geta í tilkomu hennar.  Nálægðin  milli Vestmannaeyjahafnar og Landeyjahafnar styttir ekki einungis ferðatíma milli lands og Eyja heldur gefur hún einnig tækifæri á tíðari og hagkvæmari ferðum en áður hefur þekkst í samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar.  Í því verður hin raunverulega samgöngubót fólgin.
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja þakkar þeim fjölmörgu  sem lagt hafa lóð sín á þá vogarskál sem gert hefur Landeyjahöfn að veruleika. Það er von og trú bæjarstjórnar að þjónusta Landeyjahafnar verði til verulegra hagsbóta fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum  með auknum lífsgæðum bæjarbúa og velsæld.
Gunnlaugur Grettisson(sign)
Elliði Vignisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Páll Scheving Ingvarsson (sign)
Guðlaugur Friðþórsson (sign)
Jórunn Einarsdóttir (sign)
 
 
Þannig samþykkt á aukafundi bæjarstjórnar um borð í m/s Herjólfi á leið til Landeyjahafnar 20. júlí 2010. 
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159