16.01.2014

Umhverfis- og skipulagsráð - 198

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 198. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 16. janúar 2014 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu:
Gunnlaugur Grettisson form., Kristín Jóhannsdóttir vara form., Drífa Kristjánsdóttir, Margrét Rós Ingólfsdóttir, Sigurður Smári Benónýsson og Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
Drífa Kristjánsdóttir vék af fundi í níunda máli.
 
 
Dagskrá:
 
1. 201312009 - Boðaslóð 21. Umsókn um byggingarleyfi
(2 mál frá 197 fundi - frestað erindi)
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa Boðaslóð 21. Sótt eru um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu, viðbyggingu til norðurs og aðrar breytingar á húsnæði sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfisgjald kr. 81.452 skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
2. 201312028 - Brekastígur 15A. Umsókn um byggingarleyfi
(4 mál frá 197 fundi - frestað erindi)
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa Brekastíg 15A. Guðmundur Árni Pálsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfisgjald kr. 158.122 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
3. 201401012 - Litlagerði 25. Umsókn um lóð.
Björn Eyberg Ásbjörnsson sækir um lóð nr. 25 við Litlagerði til byggingar einbýlishúss.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. júlí 2014. Umsóknargjald lóðar kr. 25.000
 
 
4. 201401031 - Áshamar 1C. Fyrirspurn til skipulagsráðs.
Eigendur íbúðar að Áshamri 1C óska eftir afstöðu ráðsins til bygginar svalalokunar á vesturhlið húsnæðis sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið lítur jákvætt á erindið og bendir bréfriturum á að ganga skal frá umsókn um byggingarleyfi í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og ákvæði 39 gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1996.
 
 
5. 201401011 - Hásteinsvegur 60-64. Umsókn um byggingarleyfi.
Þórólfur Vilhjálmsson fh. húsfélags að Hásteinsvegi 60-64 sækir um leyfi fyrir að rífa skorstein sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
6. 201401050 - Garðavegur 15. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurður Ragnarsson fh. Nethamars ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á atvinnuhúsnæði sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og vísar erindi til umsagnaraðila með vísan til 2.4.1. gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
 
 
7. 201401048 - Hilmisgata 11. Umsókn um breytta notkun.
Sigmar Georgsson fh. Vestmannaeyjadeildar RKÍ sækir um leyfi fyrir breytri notkun á 3 hæð úr félagsheimili í íbúð.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
8. 201401035 - Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa
Lagt fram til kynningar erindi frá Mannvirkjastofnun þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að koma upp virku gæðastjórnunarkerfi til þess að efla starfsemi byggingarfulltrúa.
 
 
9. 201202039 - Umsókn um lóð í botni Friðarhafnar.
Tekið fyrir bréf frá Godthaab í Nöf ehf. er varðar byggingarlóð í botni Friðarhafnar.
Afgreiðsla:
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og ferlur formanni ráðsins og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159