07.07.2014

Umhverfis- og skipulagsráð - 207

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 207. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 7. júlí 2014 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Hörður Óskarsson aðalmaður, Jóhanna Ýr Jónsdóttir aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj. sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201405057 - Stóragerði 9. Umsókn um byggingarleyfi
(5 mál frá 205 fundi - grenndarkynning)
Sævald Páll Hallgrímsson lóðarhafi Stóragerði 9 sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.
Afgreiðsla: Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfisgjald kr. 158.122 skv. gjaldskrá nr. 268/2012. Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
2. 201405101 - Friðarhöfn 160714. Umsókn um byggingarleyfi
(1 mál frá 206 fundi - grenndarkynning)
Páll Zóphóníasson fh. Skipalyftunar ehf. sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði fyrirtækisins á Eiðinu sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfisgjald kr. 102.314 skv. gjaldskrá nr. 268/2012. Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
3. 201404015 - Bessahraun 7. Fyrirspurn til skipulagsráðs.
201404015 - Bessahraun 7. Fyrirspurn til skipulagsráðs.
(9 mál frá 205 fundi - grenndarkynning)
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa í Bessahrauni 7. Breyting á skilmálum deiliskipulags var sent til grenndarkynningar á allar fasteignir í Bessahrauni og barst ráðinu eitt bréf með athugasemdum.
Afgreiðsla ráðsins á erindi og innsendu bréfi:
Ráðið getur ekki orðið við ósk lóðarhafa um skilmálabreytingu á deiliskipulagi.
 
 
4. 201405056 - Miðstræti 19. Umsókn um byggingarleyfi
201405056 - Miðstræti 19. Umsókn um byggingarleyfi
(6 mál frá 205 fundi - grenndarkynning)
Gísli Ingólfsson sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsnæði Miðstræti 19 sbr. innsend gögn.
Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu úr grenndarkynningu.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnun Íslands.
Afgreiðsla ráðsins á erindi og innsendu bréfi:
Ráðið hafnar innsendu erindi um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa í samræmi við umræður á fundinum.
 
 
5. 201405094 - Bárustígur 1. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
201405094 - Bárustígur 1. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
(2 mál frá 206 fundi - sent til umsagnar)
Grétar Jónatansson sækir um leyfi fyrir breytingum á matshluta 218-2608 og breyttri notkun úr skrifstofuhúsnæði í veitingastofu/verslun sbr. innsend gögn. Fyrir liggja umsagnir Vinnueftirlits, Heilbr.eftirlits Suðurlands og Eldv.eftirlits Vesmannaeyja.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið með vísan til umsagna umsagnaraðila og athugasemdalista byggingarfulltrúa dags. 16.6.2014.
Byggingarleyfisgjald kr. 17.552 skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
6. 201406028 - Hilmisgata 4. Umsókn um byggingarleyfi
Þórarinn Sigurðsson f.h. húsfélags Hilmisgötu 4 sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu til vesturs sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fjöleignahúsi.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012. Afgreiðslugjald kr. 46.507 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012. Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
7. 201406030 - Hólagata 14. Umsókn um byggingarleyfi
Guðbjörg Þórðardóttir sækir um leyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsi og leyfi fyrir að byggja "bislag" við austurhlið húsnæðis sbr. meðfylgjandi gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Afgreiðslugjald kr. 13.022 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
8. 201406093 - Kirkjuvegur 15. Umsókn um byggingarleyfi
Sigtryggur H Þrastarson sækir um leyfi fyrir breytingm á geymslubyggingu sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Afgreiðslugjald kr. 13.022 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
9. 201407007 - Norðursund 10. Umsókn um byggingarleyfi
Gísli Ingi Gunnarsson fh. Eyja eignir ehf. sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á rými 0201. Sótt er um leyfi fyrir tveimur íbúðum á annari hæð húsnæðis sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Ráðið samþykkir athugasemdalista byggingarfulltrúa dags. 7.7.2014.
Afgreiðslugjald kr. 13.022 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
10. 201407006 - Skólavegur 1. Umsókn um byggingarleyfi
Gísli Ingi Gunnarsson fh. Austurstræti 3 ehf. sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á rými 0201. Óskað er eftir leyfi fyrir þremur íbúðum á annari hæð húsnæðis sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Ráðið samþykkir athugasemdalista byggingarfulltrúa dags. 7.7.2014.
Afgreiðslugjald kr. 13.022 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
11. 201407010 - Túngata 1. Umsókn um byggingarleyfi
Stefán Örn Jónsson sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi til suðurs sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að senda erindið til grenndarkynningar sbr. 43.2. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
Gjald vegna grenndarkynningar er kr. 18.603 skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
 
 
12. 201406075 - Höfðavegur 47 Umsókn um byggingarleyfi
Bjarni Guðjón Samúelsson sækir um leyfi fyrir að einangra og klæða fasteign. Einnig er sótt um leyfi fyrir gluggabreytingum sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Afgreiðslugjald kr. 13.022 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
13. 201407012 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Ljósleiðari.
Míla ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Hlíðarvegi að Tengimannvirki í Hánni sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Framkvæmdum skal lokið eigi síðar 28 júlí 2014.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
14. 201407011 - Umsókn um afnot af Herjólfsdal dagana 1. til 5. ágúst 2014.
Tekin fyrir umsókn ÍBV íþróttafélags um leyfi til að halda þjóðhátíð í Herjólfsdal 1.- 5. ágúst n.k. og leyfi fyrir húkkaraballi í Fiskiðjusundi þann 31. júlí nk.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir afnot af Herjólfsdal 1-5 ágúst 2014. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 12/8 n.k. og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 19/8 n.k. Ráðið samþykkir húkkaraball í Fiskiðjusundi með fyrirvara um samþykki húseigenda. Frágangur og hreinsun svæðis skal vera í samræmi við kröfur umhverfis-og framkvæmdasviðs.
 
 
15. 201406070 - Litlagerði 25. Umsókn um lóð.
Hallur Einarsson sækir um lóð nr. 25 við Litlagerði til byggingar einbýlishúss.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. jan. 2015. Umsóknargjald lóðar kr. 25.000
 
 
16. 201407013 - Hásteinsvegur 14b. Umsókn um lóð
Fyrir liggja tvær umsóknir um einbýlishúsalóð Hásteinsvegi 14b.
Ráðið felur byggingarfulltrúa að undirbúa útdrátt lóðarumsókna í samræmi við vinnureglur um úthlutun byggingarlóða hjá Vestmannaeyjabæ.
 
 
17. 201407016 - Vigtartorg. Umsókn um stöðuleyfi.
Gabríel Þór Gíslason fh. Súpunar ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagn yfir Þjóðhátíðarhelgina.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir stöðuleyfi við Vigtartorg með vísan til samþykktar um götu og torgsölu í Vestmannaeyjum.
Ráðið leggur áherslu á góða umgengni og áskilur sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðar á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.
Stöðuleyfisgjald kr. 46.507 skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159