28.07.2014

Umhverfis- og skipulagsráð - 209

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 209. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 28. júlí 2014 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Jóhanna Ýr Jónsdóttir aðalmaður, Dóra Kristín Guðjónsdóttir varamaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201407010 - Túngata 1. Umsókn um byggingarleyfi
(11 mál frá 207 fundi - grenndarkynning)
Stefán Örn Jónsson sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi til suðurs sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfisgjald kr. 46.507 skv. gjaldskrá nr. 268/2012. Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
2. 201407081 - Austurvegur 3. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurjón Ingvarsson lóðarhafi Austurvegi 3 sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að senda erindið til grenndarkynningar sbr. 43.2. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
Gjald vegna grenndarkynningar er kr. 18.603 skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
 
 
3. 201407069 - Hásteinsvegur 8. Umsókn um byggingarleyfi
Sævar Þór Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir breyttri notkun og breytingum á bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Afgreiðslugjald kr. 13.022 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
4. 201407077 - Kleifahraun 14a-14b. Umsókn um lóð
Guðjón Engilbertsson f.h. GE verk sf. sækir um parhúsarlóð við Kleifahraun 14 sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað.
Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. feb. 2015.
Umsóknargjald lóðar kr. 25.000
 
 
5. 201407083 - Brimhólabraut 40. Umsókn um lóð
Sveinn Valþór Sigþórsson og Baldvina Sverrisdóttir sækja um lóð nr. 40 við Brimhólabraut til byggingar einbýlishúss.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað.
Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. feb. 2015.
Umsóknargjald lóðar kr. 25.000
 
 
6. 201407070 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Elvar Freyr Kristinsson fh. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengs frá Tangagötu að Básaskersbryggju 8.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Framkvæmdum skal lokið eigi síðar 28 ágúst 2014.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
7. 201407071 - Áshamar 1a-d. Bréf til skipulagsráðs.
Tekið fyrir bréf húseigenda að Áshamri 1C.
Afgreiðsla:
Ráðið vill árétta við lóðarhafa Áshamri 1a-d að allar ákvarðanir sem lúta af breytingum skulu vera í samræmi við ákvæði laga um fjöleignarhús og byggingarreglugerð hvort sem um er að ræða garðveggi, sólpalla eða svalalokun. Garðveggir undir 1,8m á hæð og sólpallar eru ekki bundnir byggingarleyfi, en samkomulag milli eigenda verður að liggja fyrir og öll ákvörðunartaka skal vera í samræmi við ákvæði fjöleignarhúsalaga.
Ráðið felur byggingarfulltrúa að senda bréf til allra húseigenda með leiðbeiningum um ákvörðunartöku og leyfis umsóknir.
 
 
8. 201407082 - Umhverfisviðurkenningar 2014
Umhverfis-og skipulagsráð í samvinnu við Rótarý- hreyfinguna í Vestmannaeyjum veitir árlega umhverfisviðurkenningar og í ár munu Margrét Rós Ingólfsdóttir og Esther Bergsdóttir sitja í vinnuhóp til undirbúnings umhverfisviðurkenninga.
 
Viðurkenningar verða veittar 27 ágúst 2014.
 
 
 
9. 201407085 - Skipan í starfshóp um umferðarmál
Skipulagsfulltrúi fór yfir fyrirliggjandi erindi og kynnti fyrir ráðinu verkferla Umhverfis- og framkvæmdasviðs í umferðarmálum.
Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að í starfshópnum verði skipulags-og byggingarfulltrúi, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs, fulltrúi lögreglunar og frá umhverfis-og skipulagsráði Kristinn Bjarki Valgeirsson og Jóhanna Ýr Jónsdóttir.
Hlutverk starfshópsins er ma. að fjalla um innsend erindi og koma með tillögur að umferðarúrbótum.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159