31.07.2014

Bæjarráð - 2985

 
 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 2985. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

31. júlí 2014 og hófst hann kl. 14:00

 

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Jórunn Einarsdóttir aðalmaður og Trausti Hjaltason aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

Jórunn Einarsdóttir sat fundinn í síma.

 

Dagskrá:

 

1.

201407062 - Til umsagnar umsókn Jóns Arnars kt. 160870-5919 f.h. Djús ehf. kt. 611112-1140 til að selja heilsudjúsa og samlokur 31. júlí - 04. ágúst að Vestmannabraut 33.

 

Erindi frá Sýslumanninum dags 23.júlí s.l.
Til umsagnar umsókn Jóns Arnars kt. 160870-5919 f.h. Djús ehf. kt. 611112-1140 til að selja heilsudjúsa og samlokur 31.júlí - 04. ágúst frá kl. 11.00- 22.00 að Vestmannabraut 33. (áður gullbúðin)

 

Bæjarráð veitir neikvæða umsögn og leggst gegn útgáfu leyfisins enda liggur fyrir að byggingafulltrúi Vestmannaeyjabæjar hefur veitt neikvæða umsögn á þeim forsendum að samþykktar teikningar frá 21.04 2008 uppfylla ekki kröfur og gera ekki ráð fyrir veitingasölu í húsnæðinu.

Bent er á að Vestmannaeyjabær á og annast rekstur umhverfis miðbæjar Vestmannaeyja þar sem umrætt húsnæði stendur. Að mati bæjarráðs er næsta umhverfi ekki undir það búið að bera veitingastað/veitingasölu í umræddu húsi að svo stöddu. Það á sérstaklega við ef ekki er gert ráð fyrir því að viðskiptavinir veitingastaðarins neyti veitinga þar innandyra við þær aðstæður sem hefðbundið er þar sem veitingasala fer fram. Í raun má þá líkja umsókninni við torg- og götusölu þar sem veitingar eru afgreiddar úr vögnum eða húsnæði þar sem ekki er hægt að neyta veitinga innandyra. Um slíkt gilda sérstakar reglur hjá Vestmannaeyjabæ og þegar hefur fjölmörgum aðilum verið hafnað um slík leyfi á grundvelli tilgreindra reglna og þess að umhverfi miðbæjar er ekki talið bera slíkan rekstur.

Ekki hefur á neinn hátt verið gengið þannig frá umhverfi staðarins unnt sé að veita jákvæða umsögn við erindinu og á það bæði við um salernisaðstöðu, sorpmál og ýmislegt fleira.

Bæjarráð bendir á að skv. 5 málsgrein 10. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85 frá 2007 er óheimilt að gefa út rekstrarleyfi ef einhver umsagnaraðila leggst gegn útgáfu leyfisins.

 

                                                                               

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:07

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159