01.09.2014

Umhverfis- og skipulagsráð - 210

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 210. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 1. september 2014 og hófst hann kl. 12:00
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Hörður Óskarsson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Jóhanna Ýr Jónsdóttir aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj. sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. 201402006 - Búfjársamþykkt og gjaldskrá.
Fyrir liggja tillögur að gjaldskrá og breytingum á samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum.
 
Afgreiðsla:
Umhverfis og skipulagsráð samþykkir gjaldskrá og breytingar á samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum.
 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar vill beina því til búfjáreiganda að koma í veg fyrir lausagöngu á sínu búfé með viðeigandi hætti svo ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða sbr. 6.gr. samþykktar um búfjárhald nr. 727/2003. Ráðið felur formanni og dýraeftirlitsmanni að senda búfjáreigendum bréf þess efnis í samræmi við umræður á fundi.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 
2. 201311048 - Aðalskipulagsbreyting, hafnarsvæði H-1.
Tekin fyrir að nýju tillaga ALTA ehf, f.h. Vestmannaeyjabæjar er varðar aðalskipulagsbreytingu á svæðireit H1-hafnarsvæði sem nær frá Skanssvæði í austri að Hlíðarvegi í vestri. Tillagan var auglýst frá 11. júní til 23. júlí sl.
Fyrir liggja umsagnir umsagnaraðila.
 
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi sbr. 1. mgr. 32.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá samþykkir ráðið eftirfarandi breytingu á greinargerð tillögunar þar sem fjallað er um landfyllingar skal taka út textann ))-í samræmi við deiliskipulag(( í öllum liðum.
 
Ráðið samþykkir svarbréf framkvæmdastjóra Umhverfis-og framkvæmdasviðs og skipulags-og byggingarfulltrúa v/bréf Vegagerðarinnar.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
3. 201408095 - Kleifar 3,5 og 7. Umsókn um breytingu á skilmálum lóða.
Svava Steingrímsdóttir óskar eftir breytingum á skipulagsskilmálum lóðanna fh. lóðarhafa sbr. innsend gögn.
 
Afgreiðsla:
Ráðið frestar erindinu og óskar eftir afstöðu framkvæmda- og hafnarráðs til breytinga á skilmálum lóða.
 
 
4. 201405064 - Strandvegur 102. Umsókn um byggingarleyfi
(5 mál frá 208 fundi - frestað erindi)
Sigurjón Pálsson fh. Ísfélags sækir um leyfi fyrir byggingu á frystiklefa, flokkunarstöð og tveimur hráefnistönku á lóð fyrirtækisins að Strandvegi 102 sbr. innsend gögn. Einnig er sótt um leyfi fyrir að koma upp löndunarbúnaði á bryggju sbr. innsend gögn.
Fyrir liggja umsagnir Vinnueftirlits, Heilbr.eftirlits Suðurlands, Eldv.eftirlits Vestmannaeyja og Hafnarráðs.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið með vísan til athugasemdalista byggingarfulltrúa dags. 1.9.2014 og umsagna umsagnaraðila.
Byggingarleyfisgjald kr. 706.899 skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
5. 201407081 - Austurvegur 3. Umsókn um byggingarleyfi
(2 mál frá 208 fundi - grenndarkynning)
Sigurjón Ingvarsson lóðarhafi Austurvegi 3 sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Eitt bréf barst úr grenndarkynningu.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Ráðið tekur undir ábendingar bréfritara og ítrekar að ekki verði hróflað við hraunkanti við framkvæmdir á lóð.
Byggingarleyfisgjald kr. 158.122 skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
6. 201407018 - Fjólugata 29. Umsókn um byggingarleyfi
(6 mál frá 208 fundi - grenndarkynning)
Sigurjón Þór Guðjónsson sækir um leyfi fyrir garðhúsi sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Afgreiðslugjald kr. 13.022 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

 
7. 201408093 - Hólagata 46. Umsókn um byggingarleyfi
Gústaf Kristjánsson sækir um leyfi fyrir breytingum á einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að senda erindið til grenndarkynningar sbr. 43.2. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
Gjald vegna grenndarkynningar er kr. 18.603 skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

 
8. 201408009 - Höfðavegur 16. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
Þorgeir Richardsson sækir um leyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis og breytingum á íbúðarhúsi sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Afgreiðslugjald kr. 13.022 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
9. 201408092 - Vesturvegur 10. Umsókn um byggingarleyfi
Halldór Hjörleifsson fh. eigenda f.nr.218-5065 sækir um leyfi fyrir nýrri hurð á austurhlið jarðhæðar sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki húseigenda.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið þar sem teikningar eru í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
Afgreiðslugjald kr. 13.022 kr. skv. gjaldskrá nr. 268/2012.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
10. 201408060 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson fh. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengs við Höfðaveg 51.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
11. 201408096 - Viðlagafjara. Umsókn um geymslu- og efnisvinnslusvæði.
Símon Þór Eðvarðsson fh. Gröfuþjónustu Brinks ehf. sækir um lóð í Viðlagafjöru fyrir efnisgeymslu- og efnisvinnslusvæði.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að ganga frá samkomulagi við umsækjanda.
 
 
12. 201407071 - Áshamar 1a-d. Bréf til skipulagsráðs.
Tekið fyrir bréf húseigenda að Áshamri 1C. dags. 19.8.2014.
Afgreiðsla:
Ráðið vill fyrst af öllu lýsa yfir áhyggjum sínum af stöðu mála í fjöleignarhúsi Áshamri 1a-d og minnir á að allar eignir sem falla undir Lög um fjöleignarhús nr. 26/1994 skulu í öllu fara eftir ákvæðum lagana.
Varðandi spurningu um grenndarkynningu skv. ákvæðum Skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er því að svara að grenndarkynning á aldrei við milli eigna í sama húsi. Heldur skal eins og bent hefur verið á fara eftir ákvæðum laga um fjöleignarhús. Lögin kveða skýrt á um fundarsköp og ákvörðunartöku.
Sameiginleg mál verða eigendur fjöleignarhúsa að ráða í félagi. Þess vegna eru húsfélög lögboðin. Ákvarðanir er varðar td. garðveggi, sólpalla eða svalaskýli skal því taka á húsfundum sbr. ákvæði laga nr.26/1994.
 
 
13. 201407082 - Umhverfisviðurkenningar 2014
Umhverfis-og skipulagsráð Vestmannaeyja veitti umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2014 þann 27. ágúst. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegasta fyrirtækið, snyrtilegusta garðinn og húseign, fegursti garðinn, endurbætur til fyrirmyndar og götu ársins.
Í Vinnuhóp til undirbúnings umhverfisviðurkenninga voru Margrét Rós Ingólfsdóttir og Esther Bergsdóttir fh. umhverfis-og skipulagsráðs og fulltrúar frá Rotarý í Vestmannaeyjum.
 
 
Eftirfarandi aðilar hafa hlotið viðurkenningu.
 
Snyrtilegasta eign og garður: Skólavegur 11, Jóhann Jónasson.
Fegursti garðurinn: Birkihlíð 9, Sverrir Gunnlaugsson og Kolbrún Þorsteinsdóttir
Snyrtilegasta fyrirtækið: Húsasmiðjan
Endurbætur til fyrirmyndar: Vestmannabraut 52, Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Halldór Hrafn Gíslason.
Snyrtilegasta gatan: Smáragata
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159