16.06.2015

Bæjarráð - 3005

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3005. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

16. júní 2015 og hófst hann kl. 12.00

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson bæjarstjóri, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Birna Þórsdóttir varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

Dagskrá:

 

1.

201506030 - Rekstraryfirlit jan.-apríl 2015

 

Fyrir lá rekstraryfirlit Vestmannaeyjabæjar fyrstu fjóra mánuði ársins. Bæjarráð þakkar kynninguna.

 

   

2.

201506047 - Samningur við Vestmannaeyjabær um eflingu ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum.

 

Erindi frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja þar sem fram kemur að stjórn samtakanna leggur til að ÞSV geri samkomulag við Vestmannaeyjabæ með það að markmiði að vinna að uppbyggingu ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum.

 

Á seinustu árum hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja verið að útvíkka áherslur sínar til að þjónusta betur atvinnulífið í Vestmannaeyjum og bregðast við þeim breytingum sem á því hafa orðið. Þar ber hæst stórfelld efling á ferðaþjónustu í kjölfar tilkomu Landeyjahafnar. Í dag rekur Þekkingarsetur Vestmannaeyja til að mynda bæði Sagnheima og Sæheima auk þess sem veitt er fjölþætt þjónusta við samtök ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum. Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi ferðamálasamtaka Vestmanneyja og felur bæjarstjóra að undirbúa samkomulag í þeim anda.

 

   

3.

201506049 - Stofnun stýrihóps til eflingar flugsamgangna milli lands og Eyja.

 

Á seinasta áratug hafa samgöngur við Vestmannaeyjar tekið miklum framförum. Tilkoma Landeyjahafnar hefur gjörbylt samgöngum á sjó þrátt fyrir að erfiðleikar tengdar siglingum þangað hafi sett stórt strik í þann framtíðarreikning. Bæjarráð hefur ítrekað lagt fram þá einörðu kröfu að áfram verði haldið að þróa þá siglingaleið og einskis látið ófreistað til að tryggja öruggar samgöngur allt árið um Landeyjahöfn. Á fundi ríkisstjórnar 26. maí sl. samþykkti ríkisstjórn að fara í útboð á nýrri Vestmannaeyjaferju og hefur Innanríkisráðuneytið þegar falið Vegagerðinni að annast útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju. Bæjarráð Vestmannaeyja bindur miklar vonir við að tilkoma hinnar nýju ferju verði eitt af nauðsynlegum forsendum þess að höfnin nýtist eins og vonir hafa til staðið. Eftir sem áður telur bæjarráð að meira þurfi til að koma til að fullnægjandi árangur náist og ber í því samhengi að nefna breyttar aðferðir við dýpkun, breytingar á hafnaraðstöðu og fl. Bæjarráð veit sem er að rétt eins og aðrar hafnir þarf Landeyjahöfn stöðugt að vera í þróun. Smíði skips og breytingar á höfninni taka hinsvegar langan tíma og fyrirsjáanlegt að a.m.k. næstu tvo vetur mun núverandi Herjólfur þurfa að halda uppi samgöngum á sjó. Árangur þeirra siglinga verður án vafa í samræmi við það sem verið hefur seinustu vetur og því mikilvægt að leitað verði leiða til að tryggja að þann tíma sem erfiðleikar eru með siglingar í Landeyjahöfn verði aðrir þættir í samgönum efldir til muna. Slíkt er ekki hvað síst mikilvægt í ljósi þess að opinberir- og einkaaðilar hafa fjárfest fyrir þúsundir milljóna í ferðaþjónustu út á væntingar tengdar Landeyjahöfn.

Með ofangreint í huga samþykkir bæjarráð að stofna stýrihóp til eflingar flugasamgangna við Vestmannaeyjar. Hópurinn skal sérstaklega horfa til eflingar flugs yfir vetrartímann með hagsmuni bæði heimamanna og ferðaþjónustu að leiðarljósi. Hópurinn skal vera skipaður 5 aðilum. Fulltrúar bæjarráðs verða Páll Marvin Jónsson og Stefán Óskar Jónasson, auk þess verður óskað eftir tilskipun frá Innanríkisráðuneyti, Atvinnuvegaráðuneyti og Isvavia. Hópnum er gert að skila tillögum til bæjarráðs eigi síðar en 10. ágúst. nk.

 

   

4.

201506048 - Breytingar á embætti Tollstjóra í Vestmannaeyjum.

 

Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um að tollsérfræðingur í Vestmannaeyjum hafi verið ráðinn í stöðu aðstoðaryfirtollvarðar á tollpósti og komi þar með til með að skipta um starfsstöð. Bæjarráð leggur á það áherslu að sem fyrst verði ráðið í þessa stöðu og ekki verði reynt að leika þann leik að nota breytingar á starfsmannahaldi til að gengisfella þjónustu og flytja störf frá landsbyggðinni á atvinnusvæði höfuðborgarinnar.

 

   

5.

201506004 - Til umsagnar umsókn fyrir Canton ehf. vegna breytingar á rekstrarleyfi.

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 4. júní s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

6.

201506027 - Til umsagnar umsókn fyrir Eyjakot ehf. vegna rekstrarleyfis vegna leigu á sumarhúsi í Vestmannaeyjum

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 9. júní s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi reksrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

7.

201505035 - Til umsagnar umsókn fyrir Gabríel heimagistingu vegna rekstar- og gistileyfis á Kirkjubæjarbraut 16, Vestm.

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum frá 12. maí s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

8.

201505071 - Til umsagnar umsókn fyrir Þjóðhátíðarnefnd ÍBV-íþróttafélags vegna Þjóðhátíðar 2015

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 22. maí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

9.

201506031 - Til umsagnar umsókn fyrir ÍBV vegna brennu á Fjósakletti í Herjólfsdal í tengslum við Þjóðhátíðina

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 2.júní s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

10.

201506032 - Umsögn vegna umsóknar fyrir ÍBV fyrir skoteldasýningu á Fjósakletti í tengslum við Þjóðhátíð 1. og 2. ágúst n.k.

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 2. júní s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku á skotstað og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

11.

201505076 - Til umsagnar umsókn fyrir Kar ehf. vegna rekstrarleyfis fyrir veitingastaðinn Vöruhúsið

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 26. maí s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

12.

201506033 - Til umsagnar umsókn ÍBV fyrir skoteldasýningu undir Hánni á Orkumótinu þann 25.júní n.k.

 

Erindi frá sýslumanninum dags. 8. júní s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku á skotstað og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

13.

201506037 - Til umsagnar umsókn fyrir Topppizzur vegna tækifærisleyfis fyrir tónleika á þjóðhátíð þann 1. ágúst n.k.frá kl. 14-17 eða 15-18.

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 10.júní n.k.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku á samkomustað og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

14.

201505072 - Til umsagnar umsókn Vestmannaeyjabæjar til að halda goslokahátíð dagana 2.-5. júlí

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 22. maí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku.

 

   

15.

201506005 - Umsögn vegna umsóknar um lengri opnunartíma fyrir Tangann á goslokahátíðinni, frá kl.01.00 til 04.00 4. júlí n.k.

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 1.júní s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku á samkomustað og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið samkomustaðarins á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

16.

201505095 - Umsögn vegna umsóknar vegna leyfis til að halda Jónsmessuhátíð, fjölskylduskemmtun í miðbænum frá kl. 16.00-24.00 laugardaginn 27. júní n.k

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku á samkomustað og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

17.

201506046 - Til umsagnar umsókn fyrir Sirkus Íslands um tækifærisleyfi fyrir fullorðinssirkus á goslokum 2015.

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 15.júní s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku á samkomustað og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

18.

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamáls er færð í sérstaka samningabók.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.00

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159