09.12.2015

Framkvæmda- og hafnarráð - 185

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 185. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
9. desember 2015 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir, Sindri Ólafsson, Anita Óðinsdóttir, Georg Eiður Arnarson og Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Stefán Óskar Jónasson, Ívar Atlason og Friðrik Björgvinsson sátu fundinn undir 1.máli.
 
Dagskrá:
 
1. 201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum
Fyrir fundinum lá lokaskýrsla starfshóps um framtíðarlausn í sorpmálum í Vestmannaeyjum. Fram kemur í skýrslunni að vænlegasti kosturinn að mati hópsins er að byggð verði ný sorpbrennsla í Vestmannaeyjum. Samt sem áður verði haldið áfram með núverandi flokkun og skilun en með því má minnka það magn sem þarf til brennslu og þar með minnka rekstrar og stofnkostnað.
Ráðið þakkar vinnuhópnum fyrir góð störf og tekur undir niðurstöðu hópsins að vænlegasti kosturinn í stöðunni sé að skoða til hlítar kaup og rekstur á sorpbrennslustöð.
Ráðið vísar skýrslu vinnuhópsins til umfjöllunar bæjarstjórnar. 
 
2. 201511075 - Ósk um aðstöðu fyrir átaksvindu á hafnarsvæði.
Guðbjartur Þórarinsson fh. Hampiðjunnar hf. óskar eftir aðstöðu fyrir átaksvindu til að strekkja togtaugar skipa. Meðfylgjandi eru myndir og teikningar af slíkri vindu í Danmörku.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti uppsetningu átaksvindu og felur framkvæmdastjóra og byggingarfulltrúa að ræða við umsóknaraðila um nánari útfærslu. Framkvæmda- og hafnarráð vísar erindinu að öðru leyti til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs. 
 
3. 201512019 - Verðfyrirspurn vegna hönnunar viðbyggingar við Hraunbúðir
Send var út verðfyrirspurn í hönnun viðbyggingar við Hraunbúðir. Tvo tilboð bárust, frá Eflu og TPZ. Tilboð Eflu hljóðar upp á 16.380 þús kr. m VSK en tilboð TPZ upp á 3.500 þús án VSK
Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við TPZ um hönnun viðbyggingar við Hraunbúðir.
 
4. 201512021 - Umferðarflæði við Herjólf
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi starfsmanna Umhverfis- og framkvæmdasviðs með fulltrúum Herjólfs og Vegagerðarinnar vegna bílastæða, umferðarflæðis og umferðar gangandi vegfarenda til og frá Herjólfi. 
 
5. 201512025 - Skipalyftan ehf. Umsókn um stækkun lóðar og húsnæðis.
Ólafur Friðriksson f.h. Skipalyftunnar ehf. sækir um stækkun húsnæðis í suður skv. meðfylgjandi gögnum. Óskað er eftir umsögn Framkvæmda- og hafnarráðs
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti stækkun skv. innsendum gögnum. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs. 
 
6. 201305066 - Skipurit Vestmannaeyjahafnar
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að breyttu skipuriti Vestmannaeyjahafnar. Tilgangur breytinga er að skerpa á daglegri stjórnun Vestmannaeyjahafnar og dreifa ábyrgð.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi breytingar á skipuriti Vestmannaeyjahafnar 
 
7. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir 2015
Fyrir lá verkfundagerð nr.7 frá 16.nóvember 2015 vegna utanhússframkvæmda við Fiskiðju.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð. 
 
8. 201512027 - Uppsetning á læstum hliðum við flotbryggjur
Georg Eiður Arnarson leggur til að Vestmannaeyjahöfn setji læst hlið við flotbryggjur í eigu Vestmannaeyjahafnar næsta sumar.
Erindinu er hafnað með fjórum atkvæðum gegn einu.
 
Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra að skoða málið nánar með notendum aðstöðunnar.
 
 
9. 201512026 - Möguleikar Eyjamanna á vistvænni orkuframleiðslu í framtíðinni
Sett verði saman nefnd undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, ásamt fulltrúum bæjarins og hagmunaaðilum, með það að markmiði að kanna og fylgjast með í framtíðinni, hvaða tækifæri við Eyjamenn höfum á hugsanlegri framleiðslu á vistvænni orku og líka hvernig hægt væri að nota hana, þar með talið virkjun með vindorku, virkjun strauma og sjávarfalla.
Erindinu er hafnað með fjórum atkvæðum gegn einu.
 
  
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.35
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159