20.07.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 193

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 193. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
20. júlí 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn í 1. og 2. máli. Hafþór Halldórsson sat fundinn í 3.máli
 
Dagskrá:
 
1. 201606071 - Viðgerðir á stálþiljum
Andrés Þ. Sigurðsson greindi frá viðgerðum sem hafa farið fram á stálþiljum hafnarinnar. Fram kom í máli Andrésar að mikil tæring hefur verið á fjölmörgum stöðum og nauðsynlegt að ráðast í tafarlausar lagfæringar á þeim.
Kostnaður á árinu 2016 er orðinn 35 milljónir en gert var ráð fyrir 11 milljónum til þessa verkefnis á fjárhagsáætlun.
Ráðið samþykkir að fjármagn upp á 40 milljónir sem áætlað var í viðgerðir á Friðarhafnarkanti skuli nýttar í stálviðgerðir á þiljum hafnarinnar.
 
 
2. 201205034 - Bryggjustæði smábáta
Andrés Þ Sigurðsson greindi frá vinnu við flotbryggjur smábáta og kom fram að bryggjurnar verði væntanlega komnar á sinn stað í lok vikunnar.
 
 
3. 201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum
Hafþór Halldórsson verkefnstjóri fer yfir stöðu mála varðandi framtíðarlausn í sorpmálum. Fram kom í máli Hafþórs að mikill munur er á tegundum brennsluofna bæði varðandi stofnkostnað og rekstrarkostnað. Nánari upplýsinga er að vænta á næstu vikum og mun ráðið verða upplýst um framgang málsins.
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
4. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir
Fyrir liggur verkfundagerð nr.18 frá 27.júní 2016. Einnig lagði framkvæmdastjóri fram minnisblað vegna framkvæmda að Ægisgötu 2, Fiskiðjunni. Fram kom að heildarkostnaður framkvæmda, þ.e. utanhússframkvæmda, hreinsunar og uppbyggingar innahúss verði 270 milljónir króna sem skiptist á árina 2014-2017. Gert er ráð fyrir að framkvæmt verði á árinu 2016 fyrir rúmlega 155 milljónir króna. Fram kom að þörf er á 56 milljóna aukafjárveitingu til að hægt sé að klára þau verkefni sem þarf til að hægt sé að koma húsinu í notkun.
Ráðið samþykkir að óska eftir aukafjárveitingu vegna framkvæmda í Fiskiðjunni upp á 56 milljónir króna á yfirstandandi fjárhagsári.
 
Fulltrúi E-lista bókar:
Harma það að kostnaður vegna framkvæmda á Fiskiðjunni upp á 158 milljónir, stefni í að verða allt að 300 milljónir.
 
Georg Eiður Arnarson (sign)
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Kostnaðaráætlun vegna utanhússframkvæmda var 158 milljónir króna og stefna í það að verða 184 milljónir króna. Í minnisblaði framkvæmdastjóra kemur fram að heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar við framkvæmdir í Fiskiðjunni sé áætlaður 270 milljónir króna. Er þar með talið frágangur og hreinsun innanhúss sem ekki voru í áætlunum utanhússframkvæmdar enda um annað verk að ræða. Uppsetning fulltrúa E-lista er því villandi og röng.
 
Sigursveinn Þórðarson (sign)
Jarl Sigurgeirsson (sign)
Sæbjörg Snædal Logadóttir (sign)
Sindri Ólafsson (sign)
 
 
5. 200910075 - Umgengni á hafnarsvæðinu og í nágrenni þess.
Rætt um umgengni á hafnarsvæðinu og nágrenni þess. Mikill árangur hefur náðst og mörg fyrirtæki og rekstraraðilar hafa tekið til og lagfært í kringum sig á undanförnum misserum en betur má ef duga skal.
Ráðið þakkar þeim sem hafa tekið til hendinni undanfarið. Þar sem svigrúm er til umbóta á ýmsum svæðum hvetur ráðið hlutaðeigandi að huga að sínu umhverfi.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159