Warning: Creating default object from empty value in /usr/share/php/library/Webber/Controller/Plugin/LangSelector.php on line 18 Umhverfis- og skipulagsráð - 262 -
20.02.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 262

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 262. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 20. febrúar 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201611092 - Deiliskipulag H-1. Skipulagsbreyting.
Tekin fyrir að nýju breytingartillaga deiliskipulags á hafnarsvæði H-1. Tillagan gerir ráð fyrir skilmálabreytingum er varðar hámarkshæð og heildarbyggingarmagn Ægisgötu 2, Tangagötu 10 og norðurbyggingu Strandvegs 30, áður Tangagata 12.
Tillagan var auglýst frá 28 des. 2016 til 8 feb. 2017.
Þrjú bréf bárust ráðinu.
 
Bréf bárust frá slökkviliðsstjóra Vestmannaeyja, frá Magnúsi Sigurðssyni f.h. Steina og Olla ehf. og frá Þresti Bjarnhéðissyni Johnsen. Í bréfi slökkviliðsstjóra er bent á að Slökkvilið Vestmannaeyja hefur ekki yfir að ráða búnaði til að bjarga fólki eða berjast við eld í svona háum húsum og ítrekar mikilvægi þess að viðeigandi búnaður sé keyptur. Í athugasemdabréfi frá Þresti Bjarnhéðinssyni Johnsen er mótmælt auknu byggingarmagni á húsunum við Strandveg 30, Tangagötu 10 og Ægisgötu 2. Þá tekur bréfritari ekki nægileg bílastæði vera og að útsýni allra bæjarbúa sem búa fyrir neðan Barnaskóla muni skerðast. Í athugasemdabréfi frá Magnúsi Sigurðssyni f.h Steina og Olla ehf. er m.a bent á rangfærslur í orðalagi og rangar hlutfallstölur sem óskað er eftir að verði leiðrétt.
 
Umhverfis -og skipulagsráð þakkar bréfriturum fyrir innsend bréf og áhuga á málinu.
Umhverfis -og skipulagsráð vill í hvarvetna að öryggi íbúa og gesta Eyjanna sé tryggt eins og kostur er og tekur því undir áhyggjur slökkviliðsstjóra. Ráðið bendir á að skv. brunavarnaráætlun Vestmannaeyja sem unnið er eftir er gert ráð fyrir að fjárfest verði í nauðsynlegum búnaði áður en að fólk mun hefja búsetu á umræddu svæði, og því er að mati ráðsins brugðist við athugasemdum slökkviliðsstjóra.
 
Umhverfis -og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leiðrétta byggingarskilmála Tangagötu 10 og bendir bréfritara á að svæðisskilmálar aðalskipulags heimila að húsið geti nýst sem hótel.
 
Umhverfis -og skipulagsráð mun ekki leggjast gegn auknu byggingarmagni húsanna sem um ræðir. Með útsjónarsemi og skipulagi hefur tekist að hafa bílastæðafjölda fullnægjandi fyrir íbúðir og þá starfsemi sem verður á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir að Vigtartorgið verði notað sem bílastæði.
 
Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfriturum en samþykkir skipulagið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 

 
2. 201610058 - Ofanbyggjaraland. Samningar.
Tekið fyrir að nýju erindi um endurnýjun samninga í Skátastykki, Suðurgarði, Eystra-Þorlaugargerði og Vestra-Þorlaugargerði. Lóðarblöð voru send út til kynningar og andmæla á tímabilinu 30 des. 2016 til 10. feb. 2017. Lóðarblöð og innsend bréf lóðarhafa eru lögð fyrir ráðið.
 
Ráðið hefur farið yfir innsend bréf lóðarhafa og metið misræmi milli útsendra lóðarblaða og innkominna gagna.
Ráðið leggur til eftirfarandi breytingar á áðurútsendum lóðarblöðum
 
Vestra-Þorlaugargerði: samþykkt að land falli að flugvallalandi til norðurs. Kvöð verður sett á landið er varðar aðkomu að Nónhól landnúmer 161206.
 
Eystra-Þorlaugargerði: samþykkt að tún nr. 10. og 11. sunnan vegar verði bætt við landið. Landamörk við Skátastykki verður breytt með þeim hætti að vegslóði verður hluti af landi Skátastykkis.
 
Suðurgarður: samþykkt að land stækki sunnan vegar sbr. núv. girðing og land að norðan verði í samræmi við núv. girðingar.
 
Skátastykki: samþykkt að vegslóði við landamörk Eystra Þorlaugargerðis verði hluti af lóð Skátafélagsins.
 
Skipulags-og byggingarfulltrúa er falið að útbúa ný lóðarblöð.
 
Á næsta fundi ráðsins verða lögð fram drög að túnasamningum og gjaldskrá vegna nytjaréttar.
 
 
 
3. 201702113 - Brattagata 10. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Valur Andersen sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi sbr. innsend gögn.
 
Ráðið óskar eftir skuggateikningum frá lóðarhafa og samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði í framhaldi grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Bröttugötu 5, 7, 8, 9, 11, 12, 12a, 13, 15, 17, 19. Heiðartúni 4 og 6. Strembugötu 16, 18, 20, 22, 24, 26, 27, 29.
Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
4. 201702114 - Áshamar 32. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Ólafur Tage Bjarnason hönnuður sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Áshamri 28, 30, 34, 36, 50 og Búhamri 13, 29, 35, 39.
Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159