Warning: Creating default object from empty value in /usr/share/php/library/Webber/Controller/Plugin/LangSelector.php on line 18 Umhverfis- og skipulagsráð - 269 -
08.06.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 269

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 269. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 8. júní 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. 201706014 - Breyting á deiliskipulagi á hafnarsvæði H-2, stækkun svæðis.
Fyrir liggur breytingartillaga deiliskipulags.
Tillagan gerir ráð fyrir að mörk skipulagssvæðið nái yfir lóðina Eiði 2, að skipulagsmörkum Eiði 1.
 
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að kynna framlagða tillögu fyrir umsagnar-og hagsmunaaðilum.
 
 
 
2. 201706019 - Vestmannabraut 61. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Valur Andersen sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi skv. deiliskipulagi lóðar.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
 
 
 
3. 201705126 - Míla. Lagnir að Herjólfsdal. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Illugagötu að stórasviði í Herjólfsdal sbr. innsend gögn.
 
Umhverfis -og skipulagsráð synjar erindi Mílu eins og það liggur fyrir, þ.e.a.s. að leggja ljósleiðara frá Brekkugötu og inn að stóra sviðinu í Herjólfsdal nú í sumar. Verktíminn, júní-ágúst er afar óhentugur vegna mikils álags á umræddu svæði, má þar nefna ferðamannastraum, umferðaröryggi, öryggi gangandi/hjólandi, stór knattspyrnumót, tjaldsvæði og fleira.
 
Þá ítrekar ráðið við Mílu að enn eru nokkur svæði ófrágengin af þeirra hálfu.
 
Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um annað framkvæmdatímabil.
 
 
 
4. 201705125 - Míla. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja í Smáragötu sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
5. 201706013 - Skátastykki, umsókn um stækkun á landi.
Frosti Gíslason fh. Skátafélagsins Faxa sækir um stækkun á landi félagsins við Skátastykki sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir stækkun á landi Skátastykkis sbr. innsend afstöðumynd og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að ganga frá samningi við Skátafélagið. Ráðið bendir á að deiliskipuleggja þarf svæðið áður en til framkvæmda kemur.
 
 
6. 201705131 - Fyrirspurn vegna lóðar fyrir einbýlishús.
Sæunn Magnúsdóttir og Sveinn Hjalti Guðmundsson senda inn fyrirspurn og óska eftir afstöðu ráðsins er varðar byggingu einbýlishúss í Hrauntúni.
 
Ráðið er ekki hlynnt fyrirspurninni og bendir á að á svæðinu sunnan við Hrauntún eru ekki skipulagðar lóðir. Ekki liggur fyrir að svæðið verði deiliskipulagt.
 
 
 
7. 201706020 - Umsókn um stöðuleyfi á Básaskersbryggju.
Gunnar Ingólfur Gíslason sækir um stöðuleyfi fyrir söluhús við Básaskersbryggju sbr. innsend gögn.
 
Ráðið getur ekki orðið við erindi erindinu þar sem svæðið er þegar fullnýtt sbr. reglur Vestmannaeyjabæjar um götu-og torgsölu. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um aðra möguleika á svæðinu.
 
 
 
8. 201706012 - Umhverfisviðurkenningar 2017
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja hafa verið veitt sl. ár í samstarfi við Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Í ár verða veittar viðurkenningar í eftirtöldum flokkum:
Snyrtilegasta fyrirtækið
Snyrtilegasti garðurinn
Snyrtilegasta eignin
Vel heppnaðar endurbætur
Snyrtilegasta gatan
 
Ráðið felur formanni ráðsins og nefndarmönnunum Esther Bergsdóttur og Georg Eið Arnarsyni, ásamt starfsmönnum sviðsins að óska tilnefninga frá bæjarbúum vegna umhverfisviðurkenninga ársins 2017, að leita liðsinnis Rótarýklúbbsins við valið og framgang málsins að öðru leyti.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159