27.10.2017

Bæjarráð - 3060

 
 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3060. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

27. október 2017 og hófst hann kl. 13:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Birna Þórsdóttir varamaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálasjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201710071 - Viljayfirlýsing ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að gera samning um ferjusiglingar á milli Vestmannaeyja og lands.

 

Fyrir bæjarráði lá fyrir viljayflýsing dags. 26. okt 2017 þar sem samgönguráðherra og bæjarstóri Vestmannaeyjabæjar lýsa yfir þeim sameiginlegum vilja sínum að gera með sér samning um ferjusiglingar á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar/Þorlákshafnar frá því að ný ferja kemur inn í reksturinn um mitt ár 2018 og út rekstrarárið 2020, með möguleika á framlengingu sem nánar verður skilgreind í samningi. Stefnt er að því að gerð og undirritun samnings verði lokið eigi síðar en þann 1. desember 2017.

Í viljayfirlýsingunni eru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans. Meðal þess sem þar kemur fram er að:

* Skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast.

* Núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar.

* Sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum.

* Núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja.

* Fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagins en ekki eingöngu hámarksnýtingu.

* Rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin.

* Rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu verður Vestmannaeyjabæ það heimilt.

 

Bæjarráð lýsir yfir mikilli ángæju með fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og telur að með henni sé kröfum heimamanna hvað siglingar nýrrar ferju að stóru leiti mætt. Bæjarráð fagnar á sama hátt þeim vilja til að bæta samgöngur milli lands og Eyja sem samgönguráðherra sýnir með undirritun þessarar viljayfirlýsingar og treystir því að í henni séu fólgin stór skref í átt að því að gera Vestmannaeyjar samkeppnishæfari varðandi íbúaþróun, atvinnuuppbyggingu og atvinnurekstur fyrirtæja sem þar starfa.

              

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:10

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159