31.10.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 275

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 275. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu: Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201710043 - Stórhöfði. Umsókn um byggingarleyfi
Þröstur Bjarnhéðinsson sækir um leyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsi í Stórhöfða sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki húseigenda.
 
Erindi frestað. Íbúðarhúsið í Stórhöfða er byggt árið 1906 og er erindinu vísað til umsagnar hjá Minjastofnun Íslamds.
 
 
 
2. 201710061 - Skólavegur 7. Umsókn um byggingarleyfi
Páll Zóphóníasson f.h. lóðarhafa Skólavegi 7 leggur fram tillögu ZP architekten fyrir hönd lóðarhafa Skólavegi 7. Óskað er eftir heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni um 240 m2 að flatarmáli byggt 1922 og byggja í staðin 3 íbúða hús með bílastæði fyrir hverja íbúð í kjallara.

Skipulagsráð lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna breytingartillögu á deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
 
 
 
3. 201710037 - Goðahraun 12. Umsókn um lóð
Sveinn Hjalti Guðmundsson og Sæunn Magnúsdóttir sækja um lóð nr. 12 í Goðahrauni.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. maí. 2018.
 

 
4. 201710036 - Brimhólabraut 40. Umsókn um lóð
Sigmundur Rúnar Rafnsson og Ása Ingibergsdóttir sækja um lóð nr. 40 við Brimhólabraut.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. maí. 2018.
 
 
 
5. 201710058 - Hamarsskóli. Umsókn um byggingarleyfi
Hafþór Halldórsson fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir glugga á norðurhlið Hamarsskóla sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
6. 201707058 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Georg Eiður Arnarson fulltrúi E-lista í Skipulagsráði óskar eftir bóka í máli 201707058 Afgreiðslur byggingarfulltrúa, erindið var á dagskrá fundar nr. 271 þann 27 júlí sl.
 
Erindi frestað fram að næsta fundi ráðsins.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159