01.11.2017

Framkvæmda- og hafnarráð - 209

 
 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 209. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
1. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Sigurður Bragason aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201710082 - Erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar vegna farþegagjalda
Fyrir liggur erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar þar sem óskað er eftir upplýsingum um samsetningu og ráðstöfun farþegagjalda skipa og báta.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að leggja drög að svari og leggja fyrir næsta fund.
 
 
2. 201209077 - Léttir VE (skrn 660)
Umræður um framtíð Léttis. Fram kom að Léttir mun verða færður af Vigtartorgi og settur á athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar til varðveislu. Fyrirhugað er að reyna að verja Létti fyrir frekari skemmdum.
 
 
3. 201702053 - Eyjahraun 1 viðbygging 2017
Fyrir liggur verksamningur við Steina og Olla ehf. vegna viðbyggingar við Eyjahraun 1. Fram kom að verklok eru áætluð 15 janúar 2019.
 
 
4. 201710080 - Eldur í safngryfju 29-10-2017
Eldur kom upp í húsnæði sorpenduvinnslustöðvar við Eldfellsveg aðfaranótt 29.okt. Framkvæmdastjóri greindi frá málinu og samskiptum við tryggingarfélag Vestmannaeyjabæjar.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að gæta hagsmuna Vestmannaeyjabæjar.
 
 
5. 201707052 - Dalhraun 1 Viðbygging
Skrifað hefur verið undir verksamning vegan Dalhrauns 1 viðbyggingu við Kirkjugerði. Fram kom að áætluð verklok eru 1.maí 2018
 
 
6. 201606074 - Dalhraun 3 - Hraunbúðir viðbygging
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.21 frá 17.okt 2017 og nr.22 frá 24.okt. 2017
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
7. 201507048 - Barnaskóli, utanhússviðgerðir
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.9 frá 10 okt. 2017 og nr. 10 frá 27.okt. 2017.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:02
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159