08.11.2017

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 200

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 200. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

8. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Lára Dögg Konráðsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Edda Sigfúsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

 

Dagskrá:

 

1.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

201711019 - Kynning á samstarfi félags- og fræðsluþjónustu varðandi ráðgjöf til skóla sveitarfélagsins.

 

Yfirfélagsráðgjafi kynnir samstarf/þjónustu félagsþjónustu við skólastofnanir sveitarfélagsins.

Ráðið þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með að aukið samstarf sé komið á milli félagsþjónustu og grunnskólans. Samstarfið er fólgið í því að starfsfólk félagsþjónustunnar er með viðveru í grunnskólanum og veitir þar faglega ráðgjöf.

 

Ráðgjafar félagsþjónustu veita í dag skólastofnunum sveitarfélagsins ráðgjöf og stuðning í skólastarfi. Boðið er upp á fasta viðveru ráðgjafa félagsþjónustunnar í GRV auk þess sem fulltrúi félagsþjónustunnar situr fundi nemendaverndarráðs. Markmið samstarfsins er að styrkja skólastarf, veita snemmtæka íhlutun og samþættan stuðning.

 

   

4.  

201710075 - Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2018

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 80.000 kr.

 

Kvennaathvarfið leggur fram beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2018. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir 80.000 kr. styrk.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159