09.11.2017

Bæjarstjórn - 1527

 
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1527. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

9. nóvember 2017 og hófst hann kl. 18:00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður og Margrét Rós Ingólfsdóttir 1. varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Elliði Vignisson, bæjarstjóri

 

Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum eftirtaldar fundargerðir: Fundargerð Náttúrustofu suðurlands frá 8. nóvember s.l. og fundargerð bæjarráðs frá 9. nóvember.

 

Dagskrá:

 

1.  

201709030 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2018.

 

- Fyrri umræða-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði ítarlega framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2018 og gerði grein fyrir helstu útgjaldaliðum í áætluninni.
Við umræðu um fjárhagsáætlun 2018 tóku einnig til máls: Páll Marvin Jónsson, Stefán Óskar Jónasson, Trausti Hjaltason og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir.

Elliði Vignisson varaforseti bæjarstjórnar bar upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2018:

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2018:
Tekjur alls: 3.937.056.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: 3.748.783.000
Rekstrarniðurstaða jákvæð: 350.930.000
Veltufé frá rekstri: 797.310.000
Afborganir langtímalána: 26.488.000
Handbært fé í árslok: 1.622.775.000

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2018:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður 40.857.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður 1.864.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, hagnaður 3.644.000
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða 0
Veltufé frá rekstri: 165.501.000
Afborganir langtímalána: 26.691.000

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2018:
Tekjur alls: 4.951.723.000
Gjöld alls: 4.699.756.000
Rekstarniðurstaða jákvæð, 397.295.000
Veltufé frá rekstri: 962.811.000
Afborganir langtímalána: 56.107.000
Handbært fé í árslok: 1.662.775.000

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

2.  

201711018 - Þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2019-2021

 

-FYRRI UMRÆÐA-

 

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2019-2021 til síðari umræðu.

 

   

3.  

201010070 - Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands.

 

Fundargerð NS frá 16.ágúst s.l. liggur fyrir til staðfestingar.

 

Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Einnig var tekin inn með afbrigðum fundargerð Náttúrstofu Suðurlands frá 08.11.2017. Við umræðu um fundargerðina tóku til máls: Páll Marvin Jónsson, Stefán Óskar Jónasson, Trausti Hjaltason og Elliði Vignisson.
Fundargerð Náttúrstofu Suðurlands frá 08.11.2017 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.  

201710004F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 199 frá 18.október s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.  

201710008F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr.3059 frá 24. október s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201710010F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr.3060 frá 27. október s.l.

 

Liður 1, viljayfirlýsing ríksins og Vestmannaeyjabæjar um að gera samning um ferjusiglingar á milli Vestmannaeyja og lands, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Til umræðu um lið 1 tóku til máls. Stefán Óskar Jónasson, Trausti Hjaltason og Elliði Vignisson.

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201710011F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 275 frá 31. október s.l.

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.  

201710009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 209 frá 1.nóvember s.l.

 

Liður 2, Léttir VE. og liður 4, Eldur í safngrifju 29.10.2017 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,3 og 5-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu um lið 2, Léttir VE (skrn 600) tóku til máls: Stefán Óskar Jónasson, Páll Marvin Jónasson, Trausti Hjaltason og Elliði Vignisson.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið 4, Eldur í safngryfju 29.10.2017 tóku til máls: Stefán Óskar Jónasson, Trausti Hjaltason og Elliði Vignisson.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,3 og 5-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.  

201711002F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3061

 

Liðir 1 - 6 eru til umræðu og staðfestingar

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Við umræðu um lið 3 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Elliði Vignisson.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið 4 tóku til máls: Stefán Óskar Jónasson, Trausti Hjaltason og Elliði Vignisson.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkævðum

 

   
                                                                                   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159