12.12.2017

Bæjarráð - 3064

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3064. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

12. desember 2017 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201709030 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2018.

 

Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun næsta árs. Í máli hans koma fram að áætlunin gerði ráð fyrir að hagnaður af rekstri sveitarsjóðs verði 78,9 milljónir og samantekið fyrir A og B deild 87 milljónir.

Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu á fundi í bæjarstjórn sem haldinn verður þann 14. desember n.k.

 

   

2.  

201711018 - Þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2019-2021

 

Bæjarstjóri fór yfir þriggja ára fjárhagsáætlun, áranna 2019-2021.
Samþykkt var að vísa áætluninni til síðari umræðu á fundi í bæjarstjórn sem haldinn verður þann 14. desember n.k.

 

   

3.  

201711087 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir Höllina/Háaloftið.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 27. nóvember s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 450 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159