09.01.2018

Bæjarráð - 3066

 
 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3066. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

9. janúar 2018 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201801023 - Álagning gjalda fyrir árið 2018.

 

Álagning fasteignaskatts, holræsagjalda, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjalda árið 2018, ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli-og örorkulífeyrisþegum hjá Vestmannaeyjabæ.
Álagningarhlutfall gjalda er óbreytt milli ára sem og sorpeyðingargjald á hverja íbúð.

 

Álagning gjalda fyrir árið 2018:

Álagning fasteignaskatts, holræsagjalda, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjalda árið 2018:


1. Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005.
a). Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,35 %.
b). Sjúkrastofnanir skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leiksskólar, íþróttahús og bókasöfn 1,32%
c). Allar aðrar fasteignir: 1,65 %.
2. Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð.
a) Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%.
b) Allar aðrar fasteignir: 0,30%.
3. Bæjarráð samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 38.526 og að a)sorphirðu- og tunnuleigugjald verði kr. 17.055 á hverja íbúð.
b) Sorpbrennslu? og sorpeyðingargjöld fyrirtækja samkvæmt samþykktri gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem tekur gildi þann 1. janúar 2016.
4. Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 15. feb., 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt., 15. nóv.
5. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.
6. Bæjarráð samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignasköttum, holræsagjöldum skv. liðum 1 og 2 hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 09. febrúar 2018.
7. Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld ellilífeyrisþega,og öryrkja skv. neðangreindum reglum:Reglur um afslátt af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Vestmannaeyjabæ.

1. gr.
Elli og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru þinglýstir eigendur viðkomandi húsnæðis er veittur afsláttur af fasteignaskatti, holræsagjöldum og sorpgjöldum samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Afslátturinn er tekjutengdur.

2. gr.
Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur:
a) Sem eru 67 ára á árinu eða eldri
b) Hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar álagningarárið.
c) Afslátturinn nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í.

3. gr.
Þegar um hjón eða sambúðaraðila er að ræða nægir að annað hjóna eða sambúðaraðila fullnægi því skilyrði að vera elli- og eða örorkulífeyrisþegi.
Falli annar aðilinn, frá, þá á sá eftirlifandi rétt á því að njóta afsláttar hjóna, eða sambúðaraðila, út árið sem fráfallið átti sér stað á, óski hann þess.
4. gr.
Afsláttur er hlutfallslegur af heildartekjum þ.e. tekjum sem mynda álagningarstofn tekjuskatts-útsvars og fjármagnstekjuskatts, eins og þesssar tekjur voru á næsta ári á undan álagningarári. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks. Viðmiðunarfjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðaða er við hverju sinni.

5. gr.
Framkvæmd útreiknings afsláttar fer þannig fram að gögn eru sótt til RSK um það hverjir eigi rétt á afslætti og hverjar tekjur þeirra voru á næsta ári á undan álagningarárinu. Þegar nýtt skattframtal liggur fyrir á álagningarári er heimilt að endurreikna afslátt þeirra er þess óska og leiðrétta í samræmi við nýjar forsendur.

6. gr.
Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Fyrir einstakling:
a. Brúttótekjur 2016 allt að 4.388 þús. kr. 100% niðurf.
b. Brúttótekjur 2016 allt að 5.193 þús. kr. 70% niðurf.
c. Brúttótekjur 2016 allt að 5.896 þús. kr. 30% niðurf.

2. Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
a. Brúttótekjur 2016 allt að 5.278 þús. kr. 100% niðurf.
b. Brúttótekjur 2016 allt að 6.379 þús. kr. 70% niðurf.
c. Brúttótekjur 2016 allt að 7.231 þús. kr. 30% niðurf.

Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

3. Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir svo sannarlega búa í. 

   

2.  

201801027 - Fasteignagjöld 2018

 

Fasteignagjöld vegna ársins 2018 á íbúðarhúsnæði ellilífeyrisþega 70 ára og eldri.

 

Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Niðurfellingin nær til alls fasteignaskatts en sem fyrr verða áfram greidd þjónustugjöld af eignunum. Ekki verður þörf á að sækja um niðurfellinguna heldur kemur hún sjálfvirkt inn við álagningu.
Í samræmi við vilja hagsmunasamtaka eldri borgara fer Vestmannaeyjabær ofangreinda leið með það að markmiði að auðvelda eldri borgurum að búa sem lengst í eigin húsnæði. Þá er með þessu einnig reynt að mæta að hluta þeirri tekjuskerðingu sem eldri borgarar verða fyrir við starfslok. Það er mat bæjarráðs að í þessu sé bæði falin mannvirðing og aukið valfrelsi í húsnæðismálum auk þess sem þessi aðgerð ber með sér hagræðingu þar sem hún dregur úr þörf fyrir mjög kostnaðarfrek annarskonar húsnæðisúrræði.
Bæjarráð felur starfsmönnum að senda kynningarbréf til þeirra aðila sem niðurfellingin nær til.

 

   

3.  

201705130 - Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs 1. júní 2017 vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997

 

Samkomulag um uppgjör.

 

Með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins breytt og hafði sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017 sem kallaði á framlög launagreiðenda til A deildar sjóðsins.
Nú liggur fyrir árshlutareikningur fyrir tímabilið 1. janúar - 31. maí 2017, tryggingafræðileg athugun fyrir sama tímabil og uppgjör launagreiðenda á framlögum í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð en forsendur uppgjörsins eru að;
Jafnvægissjóðnur er til að mæta halla á áfallinni lífeyrisskuldbindingu A deildar sjóðsins þann 31.maí 2017. Framlag launagreiðenda í jafnvægissjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31.maí 2017. Framlag Vestmannaeyjabær í jafnvægissjóðinn verður kr. 119.703.952 .
Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga í A deild til framtíðar. Framlag launagreiðenda í lífeyrisaukasjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017 en þau iðgjöld taka mest mið af framtíðarskipan sjóðsins. Greiðsla Vestmannaeyjabæjar í lífeyrisaukasjóðinn verður kr. 226.369.694
Varúðarsjóðnum er ætlað til að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Hlutur Vestmannaeyjabæjar í varúðarsjóðnum verður kr. 24.353.530. Ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðsins samkvæmt árlegu mati verður neikvæð um 10% eða meira í fimm á eða hafi hún haldist neikvæð samfellt a.m.k. 5% í meira en tíu ár skal leggja höfuðstól varúðarsjóðsins að hluta eða í heild við eignir lífeyrisaukasjóðsins. Framlag launagreiðenda í varúðarsjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017.
Með breytingu á lögum þessum þarf Vestmannaeyjabær að greiða samtals 370.427.177 kr. til lífeyrissjóðsins Brúar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá uppgjöri í samræmi við ofangreint og þar með að leggja fyrri ráðið sambærilegan viðauka við fjárhagsáætlun.

 

   

4.  

201801019 - Þjónustukönnun Gallup

 

Kynning á niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup.

 

Bæjarráð fjallaði um þann hluta árlegarar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum og fór hún fram frá 3. nóvember til 17. desember.
Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar voru með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu (90%) voru 91% ánægð en einungis 9% óánægð.
Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu (78%) sögðust 83% vera ánægð og 17% óánægð. Þegar nánar var spurt út í hvað helst þyrfti að bæta svöruðu 40% samgöngumál og 21% heilbrigðismál og/eða heilsugæslu jafnvel þó að þekkt sé að þeir þjónustuþættir eséu á ábyrgð ríkisins en sveitarfélagsins.
Aðspurð um hversu ánægt fólk væri með hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum svaraði 83% af þeim sem afstöðu tóku (77%) að það væri ánægt.
Þá var spurt hvort svarendur hefðu haft samaband við bæjarskrifstofur sveitarfélagsins á sl. tveimur árum og höfðu 55% gert það. Athygli vekur að árið 2008 höfðu 80% haft slík samskipti en síðan þá hefur þeim stöðugt fækkað. Ekki er ólíklegt að þar ráði að fleiri velji að eiga rafræn samskipti en áður. Af þeim sem samkipti höfðu átt voru 80% ánægð með hvernig úr erindum þeirra var unnið.

Bæjarráð fagnar þessum niðurstöðum og þá sérstaklega að yfir 90% af þeim sem afstöðu taka skuli segjast ánægð með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á. Sú staðreynd að langflestir skuli segja að helst þurfi að bæta samgöngur og heilbrigðismál kemur ekki á óvart enda hefur bæjarráð marg ítrekað lýst áhyggjum af þessum þjónustuþáttum í samfélaginu.

 

   

5.  

200708078 - Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla trúnaðarmála var skráð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.

 

   

                                                               

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.00

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159