09.01.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 212

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 212. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
9. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Aníta Óðinsdóttir varamaður, Davíð Guðmundsson varamaður, Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Andrés Þorsteinn Sigurðsson starfsmaður sviðs, Hafþór Halldórsson starfsmaður sviðs og Friðrik Páll Arnfinnsson starfsmaður sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Í byrjun fundar minntist formaður Ólafs M Kristinssonar sem lést þann 4.janúar sl. og þakkaði honum góð störf í þágu Vestmannaeyjahafnar en Ólafur var hafnarstjóri frá 1991 til loka árs 2009.
 
Elliði Vignisson sat fundinn undir 1. og 2. máli.
Friðrik Páll Arnfinnsson sat fundinn undir 1-4 máli.
Andrés Þorsteinn Sigurðsson sat fundinn undir 1-6 máli.
Hafþór Halldórsson sat fundinn undir 8.máli.
 
Dagskrá:
 
1. 201801019 - Þjónustukönnun Gallup
Framkvæmda- og hafnarráð fjallaði um þann hluta árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum og fór hún fram frá 3. nóvember til 17. desember. Elliði Vignisson bæjarstjóri fór yfir niðurstöður könnunarinnar.
Eingöngu var spurt út í einn lið er snýr beint að þjónustu ráðsins. Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu (84%) voru eingöngu 55% ánægð en 45% óánægð. Meðaleinkun sveitarfélaga á þessari spurningu á skalanum 1 til 5 var 3,6 en einkunn Vestmannaeyjabæjar einungis 3 og því vel langt undir meðaltali.
Niðurstaða ánægjukönnunar varðandi sorpmál veldur Framkvæmda- og hafnarráði vonbrigðum og ljóst að lagfæra þarf ýmsa hluti. Ráðið felur framkvæmdastjóra að boða forsvarsmenn Kubbs sem annast sorphirðu og meðhöndlun til fundar við ráðið svo fljótt sem verða má.
 
 
 
2. 201707020 - Fjárhagsáætlun ársins 2017.
Elliði Vignisson bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar 2018
 
 
3. 201801034 - Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2017
Friðrik Páll Arnfinnsson slökkvistjóri kynnti ársskýrslu Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2017
Ráðið þakkar kynninguna
 
 
4. 201801022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja 2018
Lögð fram gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2018. Fram kemur að hækkun á tímagjaldi er 7,4% til samræmis við hækkun launavísitölu.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá
 
 
5. 201801021 - Sala rafmagns til skipa
Í reglugerð nr. 125 frá 2015 um brennisteinsinnihald í fljótandi eldsneyti er m.a. kveðið á um að til þess að stuðla að bættum loftgæðum og til að draga úr mengun skuli skip sem liggja við bryggju nota rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis eins og kostur er. Sé ekki möguleiki á að nota rafmagn úr landi skulu skip sem liggja við bryggju í höfnum landsins ekki nota skipaeldsneyti með meira brennisteinsinnihald en 0,1% (m/m).
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkir að frá og með 1. janúar 2018 skuli öll skip, sem liggja við hafnarbakka og geta tekið við rafmagni úr landi tengjast landrafmagni. Þeim skipum sem unnt er að þjóna með þessum hætti er því óheimilt að keyra ljósavélar, nema viðvera þeirra í höfn sé innan við 6 klukkustundir.
Skip sem ekki geta tekið rafmagn úr landi skulu undantekningalaust uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 125 frá 2015 um brennisteinsinnihald í eldsneyti.
 
 
6. 201801020 - Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar 2018
Lögð fram drög að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2018. Hækkun nemur að jafnaði 2% í samræmi við vísitöluhækkanir.
Ráðið samþykkir framlagða gjaldskrá.
 
 
7. 201801031 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018
Lögð fram tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum 2018. Sorphirðugjöld heimila hækka úr kr.16.502 í kr.17.055 sem gera 3,35%. Sorpeyðingargjöld heimila eru óbreytt milli áranna 2017 og 2018 og eru kr.38.526. Heildar sorphirðu- og sorpeyðingargjöld heimila hækka um 553 kr. milli áranna 2017 og 2018 eða um 1%. Grunngjald fyrirtækja verður 32.201 kr á ári. Gjaldskrá vegna fyrirtækjasorps hækkar um 3,35%
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá
 
 
 
8. 201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum
Hafþór Halldórsson og Ólafur Þ Snorrason fóru yfir stöðu mála varðandi framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum. Fram kom að tafir hafa orðið á framkvæmdum vegna bruna í húsnæði en unnið er að viðgerðum.
 
 
9. 201707052 - Dalhraun 1 Viðbygging
Fyrir liggur verkfundagerð nr.1 frá 8.janúar 2018.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159