10.01.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 203

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 203. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

10. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs og Lísa Njálsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri sat fundinn í 1. máli.

 

Dagskrá:

 

1.  

201801019 - Þjónustukönnun Gallup

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri kynnir niðurstöður þjónustukönnunar Gallup á þjónustu er varðar málaflokka fjölskyldu- og tómstundaráðs.

 

Bæjarstjóri kynnti þann hluta árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á, ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum könnunin fór fram frá 3. nóvember til 17. desember 2017.
Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu voru 98% ánægð en einungis 2% óánægð. Ánægjan eykst mikið á milli ára og er einkunn Vestmannaeyjabæjar (á skalanum 1 til 5) 4,4 og því hátt yfir landsmeðaltali sem er 4,0.
Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu sögðust 83% ánægð en 17% óánægð og eykst ánægjan á milli ára og er yfir landsmeðaltali.
Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem afstöðu tóku sögðust 78% vera ánægð en 22% óánægð og eykst ánægjan á milli ára og er yfir landsmeðaltali.
Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu við eldriborgara í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem afstöðu tóku sögðust 76% vera ánægð en 24% óánægð og eykst ánægjan verulega á milli ára og er nokkuð hátt yfir landsmeðaltali.

Fjölskyldu- og tómstundaráð fagnar þessum niðurstöðum og telur þær til marks um að vel hafi tekist að bæta þjónustu við mikilvæga þjónustuþega svo sem aldraða, fatlaða og barnafjölskyldur í Vestmannaeyjum. Eftir sem áður telur ráðið enn hægt að gera gott betra og minnir í því samhengi á að innan skamms opnar nýbygging við Hraunbúðir sem bæta mun mikið þjónustu við heimilisfólk sem glímir við heilabilun eins og Alzheimer, hafinn er undirbúningur að nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Eyjahrauni, byrjað er að hanna nýtt sambýli fyrir fatlaða og fjölga sérhæfðum leiguíbúðum fyrir þá svo eitthvað sé nefnt.

Fjölskylduráð óskar starfsmönnum sérstaklega til hamingju með þennan árangur og telur hann vitnisburð um þann metnað sem ríkir meðal starfsmanna sveitarfélagsins.

Ráðið þakkar kynninguna og bendir jafnframt á að hægt er að nálgst könnunina á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, vestmannaeyjar.is.

 

   

2.  

201504033 - Heimaey - vinnu- og hæfingarstöð

 

Kynning á starfsemi Heimaeyjar - vinnu- og hæfingarstöð

 

Lísa Njálsdóttir yfirmaður málaflokks fatlaðs fólks og forstöðumaður Heimaeyjar kynnti starfsemi Heimaeyjar - vinnu- og hæfingarstöðvar. Í Heimaey fer fram dagþjónusta, hæfing, iðja, starfsþjálfun og vernduð vinna samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks og eftir reglugerð um atvinnumál fatlaðs fólks. Opið er milli 8:00-16:00 á virkum dögum.
Í Heimaey starfa 28 einstaklingar í misstórum starfshlutföllum. 8 leiðbeinendur, 9 í verndaðri vinnu, 8 í hæfingu og 3 í lengdri viðveru.
Heimaey veitir dagþjónustu fyrir fólk sem vegna fötlunar þarf sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu, létta vinnu, þjálfun, umönnun og afþreyingu. Þjónustunotendur vinna bæði verkefni frá utanaðkomandi aðilum ásamt því að þróa eigin framleiðslu. Í hæfingunni eru nokkur verkefni sem skapa tekjur. Einnig er framleitt handverk sem selt eru á árlegum jólamarkaði. Lögð er áheyrsla á heilbrigði, hreyfingu, tómstundir og afþreyingu auk ýmissa starfa sem tengjast heimilishaldi og daglegum störfum.
Heimaey er mótttökuaðili á einnota umbúðum fyrir hönd Endurvinnslunnar. Einnig eru framleidd hágæða kerti á landsvísu í vinnusalnum. Starfsmenn í vinnusal þar sem m.a. kertagerðin er og í Endurvinnslunni eru skilgreindir sem starfsmenn í verndaðri vinnu. Heimaey er aðili að Hlutverki sem eru hagsmunasamtök um vinnu og verkþjálfun á Íslandi.
Ánægjulegt er að sjá hversu vel hefur tekist til með þær breytingar sem gerðar voru á húsnæðinu og þjónustu í málaflokknum. Rétt er að benda á að sífellt er þörf á nýjum heppilegum verkefnum fyrir starfsmenn í verndaðri vinnu og eru fyriræki og félagasamtök hvött til að nýta sér þjónustu sem þar er bent á.
Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

3.  

200811057 - Hraunbúðir - dvalar- og hjúkrunarheimili

 

Kynning á stöðu mála á Hraunbúðum

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og deildarstjóri öldrunarþjónustu gerðu grein fyrir stöðu Hraunbúða. Framkvæmdum við nýja álmu við Hraunbúðir er að ljúka og markmiðið er að byrja að nýta hana í febrúar. Hjúkrunarforstjóri er að skipuleggja starfsmannahaldið og starfsemina en starfsmönnum í umönnun mun fjölga við þessar breytingar. Með þessu fjölgar herbergjum á Hraunbúðum og býr þá stofnunin yfir herbergjum í samræmi við þær heimildir sem hún hefur fyrir dvalar- og hjúkrunarrýmum. Nýja álman býður upp á möguleika til að mæta sérhæfðum þörfum þeirra sem mestu þjónustuna þurfa s.s. fólk með heilabilun. Í nýrri álmu verður salur sem nýtist sem matar- og samverustaður.
Ráðið þakkar kynninguna.

 

                                                                                      

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159