16.01.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 278

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 278. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 16. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
Elliði Vignisson kynnti niðurstöður þjónustukönnunar Gallup í máli nr. 13.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201711024 - Kirkjubæjarbraut 4. Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa. Haraldur Bergvinsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
2. 201711059 - Helgafellsbraut 5. Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa. Sigurjón Ingvarsson fh. Geldungs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða tvíbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. 201711060 - Birkihlíð 17. Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi. Ásdís Helga Ágústsdóttir Arkitekt fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
4. 201710007 - Brimhólabraut 10. Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi. Sigurður Bragason sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús sbr. innsend gögn.
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
5. 201712011 - Vestmannabraut 46B. Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi. Ragnar Gíslason og Unnur Guðgeirsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með sambyggðri bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
6. 201712077 - Hafnargata 2. Umsókn um byggingarleyfi
Jón Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir tengibyggingu milli bolfiskvinnslu Hafnargötu 2 og fiskimjölsverksmiðju Strandvegi 82 sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
7. 201801043 - Goðahraun 12. Umsókn um byggingarleyfi.
Tekin fyrir umsókn lóðarhafa. Sveinn Hjalti Guðmundsson og Sæunn Magnúsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu sbr. innsend gögn. Lóðarhafar óska eftir leyfi fyrir að svalir til vesturs nái 90cm. útfyrir byggingarreit.
 
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
8. 201801040 - Faxastígur 42. Umsókn um byggingarleyfi
Páll Zóphóníasson f.h. Ríkiseigna sækir um leyfi fyrir innanhús-og útlitsbreytingum á lögreglustöð við Faxastíg sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 

9. 201710031 - Eiði 8. Umsókn um bílastæði.
Fyrir liggur umsókn frá Löngu ehf. um bílastæði vestan við Eiðisveg. Framkvæmda- og hafnarráð fjallaði um erindið á fundi nr. 211 og gera ekki athugasemdir við stækkun bílastæða.
 
Ráðið er hlynnt fjölgun bílastæða á svæðinu og felur starfsmönnum umhverfis-og framkvæmdasviðs framgang erindis.
 
 
 
10. 201712052 - Brimhólabraut 14. Umsókn um stækkun á innkeyrslu.
Adolf Hafsteinn Þórsson sækir um leyfi fyrir stækkun á innkeyrslu innan lóðar sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Allur kostnaður við framkvæmdir utan lóðarmarka eru á kostnað framkvæmdaraðila og skal tilkynna til Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar.
 
 
 
11. 201801038 - Fjólugata 15. Umsókn um stækkun á innkeyrslu.
Sigurvin Marinó Sigursteinsson sækir um leyfi fyrir stækkun á innkeyrslu innan lóðar sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Allur kostnaður við framkvæmdir utan lóðarmarka eru á kostnað framkvæmdaraðila og skal tilkynna til Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar.
 
 
 
12. 201712095 - Þyrlupallur vegna sjúkraflugs
Erindi til umsagnar frá Bæjarráði.
Erindi frá Stefán Ó. Jónassyni dags. 20. desember s.l. þar sem hann leggur til að bæjarráð samþykki að fara þess á leit við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að þegar verði byggður þyrlupallur á láglendi Heimaeyjar.
 
Ráðið fjallaði um erindi bæjarráðs og lýsir sig tilbúið til þess að vinna með samgönguyfirvöldum að málinu.
 
 
 
13. 201801019 - Þjónustukönnun Gallup
Elliði Vignisson bæjarstjóri kynnti niðurstöður þjónustukönnunar Gallup á þjónustu er varðar málaflokka Umhverfis- og skipulagsráðs.
Bæjarstjóri kynnti þann hluta árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á, ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Könnunin fór fram frá 3. nóvember til 17. desember 2017.
Þegar spurt var hversu ánægðir eða óánægðir íbúar væru með gæði umhverfis í nágrenni við heimili sitt kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu voru 91% ánægð en einungis 9% óánægð. Ánægjan eykst mikið á milli ára og er einkunn Vestmannaeyjabæjar (á skalanum 1 til 5) 4,1 og því vel yfir landsmeðltal sem er 3,8.
Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu sögðust 72% ánægð en 28% óánægð og eykst ánægjan mikið á milli ára (fer úr 2,9 í 3,3) og því vel yfir landsmeðaltali sem er 3,1.
 
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar kynninguna og þeirri almennu ánægju sem er bæði með gæði umhverfis í nágrenni heimila sem og með skipulagsmál almennt.
Umhverfis- og skipulagsráð óskar starfsmönnum sérstaklega til hamingju með þennan árangur og telur hann vitnisburð um þann metnað sem ríkir meðal starfsmanna sveitarfélagsins.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159