24.01.2018

Bæjarráð - 3067

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3067. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

24. janúar 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Birna Þórsdóttir varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

Bæjarráð hóf fundinn á að minnast þess að 45 ár væru nú frá upphafi Heimaeyjargossins og þeirrar giftusamlegu björgunar sem varð. Bæjarráð ítrekar þakkir til þeirra fjölmörgu hér á landi sem og erlendis sem veittu ómetanlegan stuðning í þeirri baráttu sem við tók.

 

Dagskrá:

 

1.  

200809029 - Reglur og samþykktir Vestmannaeyjabæjar

 

Reglur um styrk til starfsmanna sem stunda viðurkennt háskóla eða iðnnám samhliða starfi hjá Vestmannaeyjabæ.

 

Reglur um stuðning við starfsnám starfsmanna Vestmannaeyjabæjar

1. Reglur þessar gilda um þá starfsmenn Vestmannaeyjabæjar sem stunda viðurkennt háskóla- eða iðnnám samhliða starfi hjá Vestmannaeyjabæ.
2. Stuðningur er háður því að námið tengist réttindum og/eða hæfni í viðkomandi stöðu. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða hæfu, áhugasömu og traustu starfsfólki og vill með þessum stuðningi hjálpa því til að vaxa og dafna í starfi.
3. Starfsmaður skal óska formlega eftir stuðningi til framkvæmdastjóra síns sviðs. Með umsókn skal fylgja umsögn forstöðumanns.
4. Mögulegur stuðningur Vestmannaeyjabæjar er sem hér segir:

i. Veitt er heimild til launaðrar fjarveru til setu í námslotum í 3 daga á ári.
ii. Greiddur er ferðastyrkur sem nemur 10.000 krónum á ári gegn framvísun kvittana fyrir ferðalögum tengdum námslotum.
iii. Ef aðstaða er til í stofnun viðkomandi starfsmanns er honum heimilt að nýta hana utan vinnutíma til námsins.
Samþykkt á fundi bæjarráðs
24. janúar 2018

 

   

2.  

201701035 - Þátttaka Vestmannaeyjabæjar í ITB-Internationaler Tourismus Börse Berlín.

 

Forstöðumaður Eldheima óskar eftir formlegu samþykki bæjarráðs fyrir ferð á ITB (Internatinaler Tourismus Börse)árleg ferða-og markaðsráðstefna sem haldinn verður 6.-12. mars 2018 í Berlín.

 

Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir greinargerð um ráðstefnuna að henni lokinni.

 

   

3.  

200708078 - Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla trúnaðarmála var færð í sérstaka trúnaðarfundarbók.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.30

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159