24.01.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 204

 
 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 204. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

24. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Edda Sigfúsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201701017 - Sískráning barnaverndarmála 2017

 

Sískráning barnaverndarmála í nóvember og desember 2017.

 

Í nóvember bárust 10 tilkynningar vegna 9 barna. Mál 8 barna voru til frekari meðferðar.

Í desember bárust 6 tilkynningar vegna 6 barna. Mál 5 þeirra eru til frekari meðferðar.

 

   

2.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.  

201801072 - Ósk um að gera samstarfssamning við Vestmannaeyjabæ vegna frístundastyrks

 

Fyrirtækið Hugarfrelsi ehf. óskar eftir að gerast samstarfsaðili við Vestmannaeyjabæ vegna endurgreiðslu frístundastyrks til forráðamanna barna sem hyggjast sækja námskeið hjá þeim í Vestmannaeyjum.

Reglur Vestmannaeyjabæjar setja skilyrði um að félög, fyrirtæki og stofnanir sem vilja gera slíkan samstarfssamning skuli hafa aðsetur í Vestmannaeyjum. Fjölskyldu- og tómstundaráð hefur heimild til að veita undanþágu frá þessum reglum og gerir það í þessu tilfelli.

Hugarfrelsi ehf. býður upp á umrædd námskeið víða um land og hafa sveitarfélög almennt veitt undanþágu fyrir slíkum samstarfssamningi. Hugarfrelsi ehf. stundar rekstur undir eigin kt. og fellur starfsemi þeirra undir markmið laga, reglugerða og stefnu Vestmannaeyjabæjar. Námskeiðin hafa m.a. það markmið að draga úr kvíða hjá börnum og ala á jákvæðri hugsun.

Foreldrar eru hvattir til að efla börn sín til virkni í íþrótta- og tómstundastarfi og nýta sér frístundastyrkinn á einn eða annan hátt.

 

   
                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159