29.01.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 279

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 279. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 29. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201801094 - Ægisgata 2. Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á jarðhæð. Bragi Magnússon fh. The Beluga Building Company ehf. sækir um leyfi fyrir 700 fm viðbyggingu á tveimur hæðum og breyttri notkun á jarðhæð úr geymslurými í sýningarsal sbr. innsend gögn. Fyrirhugðu notkun er sýning og umönnun sjávardýra ásamt rannsóknum.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
2. 201801095 - Ofanleitisvegur 22. Umsókn um byggingarleyfi.
Tekin fyrir umsókn lóðarhafa. Sveinn Henrysson fh. Vaðhóls ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. 201801065 - Boðaslóð 2. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir og Logi Garðar Fells Ingólfsson sækja um leyfi fyrir að byggja bílgeymslu og stækkun á rishæð íbúðarhúsnæðis sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
4. 201801084 - Strandvegur 82A. Umsókn um niðurrif.
Þorsteinn Óli Sigurðsson f.h. Vinnslustöðvarinnar hf. sækir um leyfi fyrir niðurrifi á "Krók" Strandvegi 82a.
 
Ráðið heimilar niðurrif húsnæðis en gerir kröfur um að frágangur sé viðunandi og öryggis-og heilbrigðis kröfum sé fylgt. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 

5. 201801066 - Gjaldskrá skipulags- og byggingamála og tengd þjónustugjöld.
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fyrir ráðið breytingar á gjaldskrá fyrir skipulags-, byggingarmál og tengd þjónustugjöld.
 
Ráðið samþykkir breytingar á gjaldskrá.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
6. 201703014 - Flatir 7. Umsókn um stöðuleyfi
Tekin fyrir umsókn lóðarhafa um framlengingu á stöðuleyfi sbr. innsent bréf.
 
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir skriflegri umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er varðar starfsleyfisskilyrði steypustöðvar 2Þ ehf. Þegar umsögn HES liggur fyrir mun ráðið taka erindið til afgreiðslu.
 
Fulltrúi E-lista bókar.
Tek undir þessa bókun en vill benda á að leyfið fyrir þetta síló rann út þann 1.10.2017 og brýnt að klára málið sem fyrst.
Sign: Georg Eiður Arnarson
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159