06.02.2018

Bæjarráð - 3068

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3068. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

6. febrúar 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson bæjarstjóri, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Birna Þórsdóttir varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201708085 - Yfirtaka á rekstri Herjólfs

 

Farið yfir stöðu mála eftir fund með samgönguráðherra.

 

Bæjarráð ræddi mögulega aðkomu Vestmannaeyjabæjar að rekstri Herjólfs.
Fram kom að stýrihópur sem skipaður var til að leiða viðræður að hálfu Vestmannaeyjabæjar hafi fundað með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra fyrir skömmu. Sá fundur var í alla staði jákvæður og sammæltust fundarmenn um að halda fljótlega opinn fund þar sem enn á ný yrði gerð grein fyrir stöðu mála.
Þá kom einnig fram að stefnt sé að fundi með samgöngunefnd Alþingis á fimmtudaginn þar sem þessi mál og önnur verða rædd.
Bæjarráð felur stýrihópnum að vinna áfram að framvindu málsins á grundvelli þeirrar viljayfirlýsingar sem undirrituð var af Samgönguyfirvöldum og Vestmannaeyjabæ.

 

   

2.  

201802017 - Slæm rekstrarstaða Náttúrustofu Suðurlands

 

Bæjarráð þakkar kynninguna og ítrekar ósk sína að stjórn geri breytingar á rekstri NS þannig að útgjöldin verði ekki umfram rekstrarframlögin og aðrar tekjur.

 

   

3.  

200708078 - Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð

 

Bókun trúnaðarmála var færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159